Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri.
Meðfylgjandi mynd var tekin undir Ólafsfjarðarmúla þegar Cuxhaven sigldi inn Eyjafjörðinn og var þá að koma af Grænlandsmiðum.
Aflinn var grálúða og karfi. Skipstjórar á togaranum eru tveir; Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson.