Opnað fyrir dragnótaveiði inn í botn á Skagafirði

Skagfirskir trillukarlar eru óhressir en hér eru eyfirskir starfsbræður þeir ...
Skagfirskir trillukarlar eru óhressir en hér eru eyfirskir starfsbræður þeir komnir að landi með afla. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Trillukarlar og smábátaeigendur í Skagafirði upplifa nú það sem þeir óttuðust, en vonuðu þó að ekki gerðist, að felld yrði úr gildi friðun í innanverðum firðinum fyrir dragnótaveiði.

Um árabil hefur innri hluti fjarðarins verið friðaður með línu sem dregin var frá Ásnefi vestan fjarðar að Þórðarhöfða austanmegin og hefur ríkt ágæt sátt um þetta fyrirkomulag að sögn þeirra sem rætt hefur verið við. Vegna þessa hefur Drangey – Smábátafélag Skagafjarðar sent starfandi sjávarútvegsráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherrann að ákvörðun ráðuneytisins verði tafarlaust dregin til baka.

„Drangey – Smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega vinnubrögðum sjávarútvegsráðherra að afnema friðun á innanverðum Skagafirði fyrir dragnótaveiðum. Auk þess telur Drangey ákvörðunina vera andstæða öllum reglum sem gilda um störf ráðherra í starfsstjórn,“ segir í bréfinu.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,65 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 238,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,82 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 198,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,63 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 63,01 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.18 82,78 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.3.18 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Langa 294 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 323 kg
19.3.18 Þrasi VE-020 Handfæri
Þorskur 602 kg
Ufsi 195 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Samtals 814 kg
19.3.18 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Steinbítur 4.151 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 67 kg
Samtals 4.349 kg
19.3.18 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 3.499 kg
Samtals 3.499 kg

Skoða allar landanir »