Skattur á landsbyggð

Við höfnina í Bolungarvík.
Við höfnina í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Veiðigjald yfirstandandi fiskveiðiárs grundvallast á rekstrarárinu 2015, sem var hagstætt ár í sjávarútvegi. Nú, þegar greiða á gjaldið, horfir allt öðruvísi við og rekstrarskilyrði eru mun verri en árið 2015.

Þannig hefur gengi krónunnar styrkst verulega frá þeim tíma og dágóð hækkun hefur orðið á kostnaði, sem til fellur í íslenskum krónum, svo einstakir augljósir áhrifaþættir séu nefndir, segir meðal annars á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá að 21% af álögðu veiðigjaldi árið 2015 lagðist á sjávarútvegsfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en 79% hins álagða gjalds lögðust hins vegar á sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni.

Grafík/SFS

Ráðamenn hafi þessi sjónarmið í huga

Rifjað er upp að samkvæmt nýlegri úttekt, sem gerð var fyrir sveitarfélagið Bolungarvík, sé veiðigjald sjávarútvegsfyrirtækja þar á þessu fiskveiðiári, sem byrjaði 1. september, áætlað um 311 milljónir króna, eða um þreföldun frá fyrra ári.

„Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að hækkað veiðigjald muni hafa meiri og afdrifaríkari áhrif á landsbyggðina en höfuðborgarsvæðið,“ segir á heimasíðu SFS. Ítrekað er að ráðamenn verði að hafa þessi sjónarmið í huga, enda geti það varla verið vilji þeirra að þrengja mjög að rekstrarskilyrðum sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breitt um landið og hvetja til samþjöppunar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.2.18 273,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.18 267,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.18 318,69 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.18 323,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.18 75,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.18 100,95 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.18 212,91 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.2.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 5.021 kg
Skarkoli 104 kg
Ýsa 101 kg
Karfi / Gullkarfi 74 kg
Skötuselur 11 kg
Samtals 5.311 kg
23.2.18 Bergey VE-544 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 3.752 kg
Lýsa 607 kg
Samtals 4.359 kg
23.2.18 Haförn ÞH-026 Dragnót
Skarkoli 2.061 kg
Þorskur 903 kg
Steinbítur 666 kg
Ýsa 233 kg
Karfi / Gullkarfi 136 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 4.021 kg

Skoða allar landanir »