Líf og fjör við höfnina á Siglufirði

Jón Rúnar Gíslason, Steinar Þór Jónsson og Sturlaugur Kristjánsson við ...
Jón Rúnar Gíslason, Steinar Þór Jónsson og Sturlaugur Kristjánsson við löndun úr Sturlu GK, skipi Þorbjarnarins, á Siglufirði í gær. mbl.is/Sigurður Ægisson

Eins og síðustu ár hefur verið líf og fjör við höfnina á Siglufirði í haust, miklu landað þar af fiski og tíðin verið hagstæð til sjósóknar. Öflugir aðkomubátar gera þaðan út frá september og fram í nóvember, en fiskurinn er þó aðeins að litlu leyti unninn á Siglufirði.

Flutningabílar eru mættir á staðinn kvöldið fyrir löndun bátanna og er algengt að bílstjórar leggi sig í bílunum yfir nóttina. Þeir eru svo tilbúnir að keyra fiskinn til vinnslu í Grindavík, á Snæfellsnesi og annars staðar um leið og fiskinum hefur verið landað.

Aflabrögð í meðallagi, gengið hefur gefið eftir

Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnarins í Grindavík, segir að haustið hafi á margan hátt verið í meðallagi. Það eigi við um aflabrögð og verð fyrir afurðir, en gengið hafi hins vegar gefið eftir. Fyrirtækið hefur verið með fjóra stóra línubáta fyrir norðan land í haust og hafa þeir yfirleitt landað á Siglufirði á þriggja daga fresti.

Eiríkur áætlar að í hverri viku hafi flutningafyrirtækið Jón og Margeir flutt 150-200 tonn af þorski til vinnslu í Grindavík. Ýsa og annað sem skipin koma með að landi fer hins vegar á fiskmarkað á Siglufirði, en það er aðeins lítill hluti aflans.

Flestir dagar bókaðir hjá löndunargenginu á Siglufirði

Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Siglufjarðar, segir að mikið hafi verið að gera í haust og aðeins þrír dagar séu óbókaðir hjá löndunargenginu það sem eftir er af nóvember.

Auk báta frá Þorbirninum þjónusta þeir meðal annars báta frá Hellissandi, Rifi, Stykkishólmi og báta frá Stakkavík í Grindavík. Flutningabílar frá Jóni og Margeiri, Ragnari og Ásgeiri, sem keyra á Snæfellsnesið, Flytjanda og fleiri fyrirtækjum eru fastagestir í bænum.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaði dagsins.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.1.18 238,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.18 300,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.18 213,95 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.18 234,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.18 71,58 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.18 108,48 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.18 190,35 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.18 Rán SH-307 Landbeitt lína
Steinbítur 310 kg
Þorskur 100 kg
Langa 24 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Keila 10 kg
Samtals 459 kg
20.1.18 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 344 kg
Langa 53 kg
Þorskur 41 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 446 kg
20.1.18 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 814 kg
Þorskur 140 kg
Keila 32 kg
Langa 23 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 1.021 kg

Skoða allar landanir »