Nýtt veiðigjaldakerfi samþykkt á Grænlandi

Heildarálagning í nýja veiðigjaldakerfinu 2018 er áætluð um það bil ...
Heildarálagning í nýja veiðigjaldakerfinu 2018 er áætluð um það bil 380 milljónir danskra króna. mbl.is/Eggert

Grænlenska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta nýtt veiðigjaldakerfi sem mun leysa núverandi lög af hólmi frá 1. januar 2018.

Í nýja kerfinu verður gjald innheimt af úthafsveiðum á rækju, grálúðu, þorski, karfa, ufsa, ýsu og uppsjávarfiski, makríl, loðnu, kolmunna, síld og gulllaxi. Í strandveiðum verður fyrst um sinn einungis innheimt gjald af rækju og grálúðu, samkvæmt upplýsingum frá Hilmari Ögmundssyni, sem starfar sem sérfræðingur í grænlenska fjármálaráðuneytinu og sem ráðgjafi ráðherra.

Veiðigjald verður reiknað sem fast hlutfall af heildartekjum hvers skips án afsláttar fyrir aðrar tegundir en uppsjávarfisk.

Innheimta hlutfall af löndunarverðmæti

Kerfið gengur út á að innheimt er hlutfall af löndunarverðmæti til fiskvinnslu í Grænlandi og verður það 5% ef meðalverðið fer yfir átta krónur danskar (130 kr. íslenskar) á kíló. Ef verðið er undir átta krónum er aðeins innheimt lágt grunngjald eða fimm aurar danskir (0,8 kr. íslenskar) á kíló.  

Ef um beinan útflutning frá skipum er að ræða og útflutningsverð á kíló er að meðaltali tólf krónur danskar (196 kr. íslenskar) greiðast tveir aurar danskir (3,3 kr. íslenskar) á kíló. Ef meðalverðið er 12-17 krónur (196-277 kr. íslenskar) er gjaldið 5% af útflutningsverðmæti, en eftir 17 krónur hækkar gjaldið um 1% þangað til gjaldprósentan er 17,5%. það svarar til 29,5 danskra króna (481 kr. íslenskrar) meðalútflutningsverðs á kíló og verður prósentan föst eftir það.

Halli hefði orðið á fjárlögum

Heildarálagning í nýja veiðigjaldakerfinu 2018 er áætluð um það bil 380 milljónir danskar (6,2 milljarðir íslenskar) sem er 70 milljóna danskra (1,1 milljarðs íslenskra) hækkun frá áætlun 2018 samkvæmt eldri veiðigjaldalögunum.

Að sögn Hilmars var mikilvægt að frumvarpið yrði samþykkt þar sem búið var að gera ráð fyrir tekjuaukanum á fjárlögum 2018. Áætlaður afgangur á fjárlögum 2018 er 10 milljónir danskar (163 milljónir íslenskar). Hefði nýja veiðigjaldafrumvarpið ekki verið samþykkt hefði orðið um það bil 60 milljóna danskra (978 milljóna íslenskra) halli á fjárlögum.

Ítarlega var fjallað um veiðigjaldafrumvarpið í Morgunblaðinu á laugardag.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.2.18 245,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.18 270,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.18 292,35 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.18 252,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.18 36,42 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.18 96,10 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.18 173,05 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.18 Vigur SF-080 Lína
Ýsa 4.472 kg
Steinbítur 511 kg
Þorskur 184 kg
Samtals 5.167 kg
21.2.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Ýsa 3.259 kg
Þorskur 1.959 kg
Steinbítur 303 kg
Samtals 5.521 kg
21.2.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.929 kg
Ýsa 2.819 kg
Steinbítur 221 kg
Samtals 5.969 kg
21.2.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 3.544 kg
Ýsa 116 kg
Karfi / Gullkarfi 71 kg
Samtals 3.731 kg

Skoða allar landanir »