Úr svarta gullinu í bláa fjársjóðinn

Laxeldi. Mynd úr safni.
Laxeldi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Í Noregi er um þessar mundir lögð mikil áhersla á nýsköpun og rannsóknir sem tengjast hafinu, þar sem reynt er að styðja sjávarútvegsfyrirtæki í gegnum allt nýsköpunarferlið frá hugmynd til afurðar.

Þetta segir Sigríður Þormóðsdóttir, forstöðumaður lífefnasviðs hjá Nýsköpunarstofnun Noregs, Innovasjon Norge. Þar í landi sé nú horft til þess að færa þekkingu og reynslu úr olíuiðnaðinum yfir í aðra geira og þar á meðal haftengda starfsemi, en henni sé veitt sífellt meiri athygli.

„Það er það sem við erum að vinna að núna,“ segir Sigríður í samtali við 200 mílur, og bætir við að nýsköpunarumhverfið hafi hingað til verið byggt út frá hverri atvinnugrein um sig. „Nú er verið að reyna að láta það ná þvert á allar atvinnugreinar, því framtíðarlausnirnar verða ekki þróaðar innan hvers geira heldur í samstarfi við aðra aðila.“

Sigríður segir að leggja þurfi áherslu á annað og meira …
Sigríður segir að leggja þurfi áherslu á annað og meira en rannsóknir og þróun svo greinin sé samkeppnishæf. mbl.is/Árni Sæberg

Þar vísar hún meðal annars til aukinnar netvæðingar og háværari krafna um sjálfbærni á öllum stigum.

„Allt frá nýrri tækni til að styðja við fiskveiðistjórnun yfir í það sem við erum uppteknust af núna; hvernig er hægt að bæta uppbyggingu vörumerkja sem nýta sér sérstöðu Noregs til að fá meira verð fyrir þær vörur sem við framleiðum í dag en líka þær sem við munum framleiða í framtíðinni,“ segir Sigríður og bætir við:

„Nú beinum við athygli okkar að markaðinum og hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem hann hefur, til að geta fengið aukin verðmæti.“

Sjái tækifærin í bláa hagkerfinu

Hluti af því átaki, sem snýst um að færa áherslu norska atvinnulífsins úr olíuiðnaði og yfir í sjávarútveg, snýst um að laða inn í geirann hæft og menntað fólk.

„Við viljum að þeir sem til dæmis fóru í nám í verkfræði og þess háttar, og hófu að því loknu störf í olíu- og gasiðnaðinum, sjái núna tækifæri í bláa hagkerfinu og þá möguleika sem þar eru.“

Sigríður segir að í Noregi séu það nokkrar opinberar stofnanir sem saman styðji nýsköpunarumhverfi landsins, með því að veita fé í ólík/margvísleg nýsköpunarverkefni. Nauðsynlegt sé að hafa sveigjanleika í kerfinu á tímum örrar tækniþróunar, „til að geta stutt atvinnulífið og aðstoðað það við að svara kröfum markaðar sem sífellt er að breytast“.

„Þess vegna þurfa að vera fyrir hendi úrræði í nýsköpunarkerfinu sem eru ekki bundin við ákveðnar greinar, þar sem ekki er niðurnjörvað hvað þau eru og hvað þau eru ekki. Það á ekki að vera eitthvert svakalegt ferli sem þarf að gangsetja, því þá erum við of svifasein. Sveigjanleiki er þannig eitt það mikilvægasta sem huga þarf að í innviðum kerfisins.“

Hún tekur fram að mesti þunginn fram að þessu hafi verið í rannsóknum og þróun. Nú sé hins vegar vitað að fleira þurfi til svo atvinnugreinin geti talist samkeppnishæf á erlendri grundu.

„Þess vegna segjum við að við þurfum að vinna meira með að tengja þarfir markaðarins við nýsköpunarvinnuna og svo uppbyggingu vörumerkja en við höfum gert hingað til.“

Nánari umfjöllun er að finna í sérblaði um sjávarútveg sem kom út með Morgunblaðinu 17. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »