Mjög dregið úr brottkasti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Golli

Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr.

Hins vegar þurfi vigtunarmálin skoðunar. Þorgerður segist ennfremur hafa fundað með fulltrúum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátasjómanna. „Niðurstaðan af þeim samtölum var á svipaða leið hvað varðar brottkastið, allir gangast við því að brottkast eigi sér stað en það sé í mjög litlum mæli miðað við fyrri tíð.“ Deildar meiningar hafi hins vegar um vigtunarmálið.

„Hvað vigtunarmálin varðar greindi hinsvegar hagsmunaaðilunum talsvert á um hvaða leið sé best og sanngjarnast að fara. Allir voru sammála um að mikilvægast sé að tryggja gæði aflans með réttri kælingu miðað við aðstæður en ljóst er að talsverðar tortryggni gæti á meðal sjómanna um vigtunarmálin, ekki síst þegar um ræðir endurvigtunina,“ segir ráðherrann. Rætt hafi verið m.a. um strangari viðurlög og auknar heimildir Fiskistofu. Þá hafi verið talað um starfsöryggi sjómanna sem vilji tilkynna um brot.

„Ráðuneytið mun nú skoða þess mál nánar í samstarfi við okkar undirstofnanir. Mestu máli skiptir þó að útgerðin axli ábyrgð á málum sem þessum og umgangist sameiginlega auðlind þjóðarinnar af ábyrgð og virðingu. Það er krafa uppi í samfélaginu um að þessi mál séu tekin föstum tökum og umræðan má aldrei beinast að að sendiboðunum heldur sökudólgunum sjálfum. Þeir eru blessunarlega lítill hluti kerfisins en eins og annars staðar þá skemma svörtu sauðirnir fyrir heildinni og í þeim efnum er ímynd landsins sem ábyrg fiskveiðiþjóð undir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »