Mikill fjöldi atvika sem ekki eru tilkynnt

Bátur sekkur við Ægisgarð. Mynd úr safni.
Bátur sekkur við Ægisgarð. Mynd úr safni.

Samtals voru 104 mál tilkynnt til sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu sviðsins fyrir árið 2016. Um er að ræða fækkun tilkynntra atvika frá árinu á undan, en þá voru tilkynnt 129 atvik.

Fækkunin nemur 19% og var fjöldi tilkynntra atvika á árinu um 31% undir meðaltali áranna á undan, þ.e.a.s. 2006 til 2015.

Ef rýnt er nánar í tölurnar má sjá að tilkynnt voru 53 slys á fólki á síðasta ári, eða 8% undir meðaltali áranna á undan, á sama tíma og tilkynningar bárust um að 33 skip hefðu verið dregin til hafnar. Níu sinnum var tilkynnt að skip hefði strandað eða tekið niðri.

Flest skráð atvik hjá sjóslysasviðinu, eða 31%, voru í norðvesturfjórðungi sem markast frá Snæfellsnesi að Siglufirði. 30% atvikanna urðu í suðvesturfjórðungi, sem markast frá Dyrhólaey að Snæfellsnesi.

Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Ekki alltaf tilkynnt nefndinni

Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir í samtali við 200 mílur að þessar tölur segi þó ekki alla söguna.

„Hjá okkur eru til dæmis skráð 53 atvik þar sem fólk slasaðist. Sjúkratryggingar Íslands hafa hins vegar fengið inn á borð til sín 213 tilkynningar um slíkt, þannig að það skilar sér ekki allt inn til okkar,“ segir Geirþrúður.

Segir hún að það sé miður þar sem lærdóm sé hægt að draga af atvikum og slysum.

„Við þyrftum að geta séð hvar hætturnar leynast til að geta kortlagt þetta og þannig komið í veg fyrir fleiri slys. Ef við fáum ekki upplýsingar um atvik og slys þá getum við ekki gefið út leiðbeiningar eða tillögur til úrbóta sem gagnast geta viðkomandi.“

Geirþrúður segir öryggismenningu þó hafa batnað mikið á Íslandi eins og dæmin sýni.

„Fyrir þrjátíu árum voru börnin kannski laus aftan í bílnum og þau voru ekki með hjálm þegar þau fóru út að hjóla eða á skíði. Í dag myndirðu aldrei setja barnið þitt í bíl nema það væri í öryggisbelti og/eða barnabílstól ef svo ber undir.“

Betur má ef duga skal

„Á stóru frystitogurunum er til dæmis núna eðlilegt að vera með hjálma. Það gerði enginn fyrir þrjátíu árum. Við þurfum að breyta hugarfarinu og það þarf ekki aðeins að koma frá sjómönnunum sjálfum heldur einnig stjórnendum útgerðanna,“ segir Geirþrúður.

Hún telur að sjómenn, einkum á minni bátum, geti bætt öryggismenninguna um borð í bátunum.

„Þetta er að batna en í mínum huga gildir „betur má ef duga skal“. Það á að vera eðlilegasti hlutur í heimi að þú farir ekki út á dekk að vinna nema þú sért í björgunarvesti. Alveg eins og eðlilegt er að hafa reykskynjara og slökkvitæki á heimilum landsins.“

Bæta veika hlekkinn áður en hann brotnar

Hún segir tilkynningu atvika hluta af því að bæta umrædda öryggismenningu.

„Það eru nefnilega svo mörg atvik, þar sem kannski litlu munar að það verði slys, sem þá gefa vísbendingu um hvar þarf að bæta öryggið, og það er þá hægt að gera til að koma í veg fyrir slys. Ef við náum að skrá öll atvikin þá vitum í hvað stefnir og getum frekar komið í veg fyrir slys. Við viljum bæta veika hlekkinn í keðjunni áður en hann brotnar.“

Um leið sé mikilvægt fyrir fyrirtækin sjálf að hafa öryggismálin í lagi.

„Ef einn maður slasast lítillega þá getur hann verið frá vinnu í einn upp í fleiri daga. Fyrir utan það hvað það er slæmt ef maður slasast, þá er það að auki fjárhagstjón fyrir útgerðina. Slysavarnir margborga sig.“

Rætt var við Geirþrúði í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu föstudaginn 17. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »