Stefnir í metfjölda útkalla í ár

Svifið yfir öldunum. Þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi austan Dyrhólaeyjar.
Svifið yfir öldunum. Þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi austan Dyrhólaeyjar. mbl.is/Jónas Erlendsson

Útköllum hjá þyrluflota Gæslunnar hefur fjölgað ört síðustu ár og útlit er fyrir að met verði sett á þessu ári í fjölda útkalla. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að í upphafi hafi þyrlurnar í raun verið hugsaðar til sjúkraflutninga fyrir sjómenn.

„Landhelgisgæslan varð að koma hér upp góðum þyrlukosti eftir að Varnarliðið fór á brott og við enduðum á því að vera með þrjár stórar og öflugar þyrlur. Upphaflega voru þær hugsaðar sem nokkurs konar sjúkrabílar fyrir sjómenn og var það aðeins aukaverkefni að aðstoða við sjúkraflutninga og leit og björgun á landi,“ segir Ásgrímur í samtali við 200 mílur.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

75% útkallanna inni á landi

„Síðastliðin tíu ár hefur þetta hins vegar þróast á þann veg að allir landsmenn, og þeir sem staddir eru hérlendis, líta á þetta sem tæki sem geta komið þeim til aðstoðar. Nú er svo komið að 75% okkar útkalla, hvort sem um er að ræða sjúkraflutninga eða leit og björgun, eru inni á landi,“ segir hann og bendir á að þróunin í þessa átt hafi verið jöfn og þétt.

„En það sem hefur hins vegar gerst er að fjöldi útkalla hefur verið að færast upp á við og síðastliðin tvö til þrjú ár tekið mikinn kipp.“ Árið 2016 hafi þyrlur Gæslunnar þannig farið í fleiri en 260 útköll, en ári áður voru þau aðeins rétt rúmlega 200 talsins. „Allt útlit er fyrir að þetta verði toppað í ár.“

Alls rekur Gæslan þrjár þyrlur en stefnir á að endurnýja …
Alls rekur Gæslan þrjár þyrlur en stefnir á að endurnýja þær allar á næstu árum. mbl.is/RAX

Tvær af þremur á leigu að utan

Samhliða þessu hefur rekstur þyrlanna orðið stærri þáttur af heildarfjárútlátum Landhelgisgæslunnar. „Þyrlurekstur Gæslunnar er nú orðinn upp undir helmingur af fjárhagslegum rekstri stofnunarinnar,“ segir hann og bætir við að skipin hafi lengi staðið undir bróðurparti rekstrarins. Nú hafi hlutföllin snúist við.

„Heildarþróunin í rekstrinum hefur svo verið skárri síðustu ár en þar áður, meðal annars vegna gengis íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum,“ segir Ásgrímur. Bendir hann á að tvær af þremur þyrlum Gæslunnar séu á leigu að utan og þar leiki gengi krónunnar stórt hlutverk.

„Fjárveitingarnar til okkar eru náttúrlega í íslenskum krónum, á meðan leigan er í erlendri mynt. Í því sambandi má ekki gleyma eldsneytiskostnaðinum, bæði í rekstri loftfaranna og skipanna. En jákvæð gengisþróun hefur veitt okkur ákveðið svigrúm síðustu ár, og við vonumst til að það haldi áfram.“

Nú er því unnið að ýmsum hagræðingum þar sem horft er fram á veginn að sögn Ásgríms.

Ekkert kemur í stað fullbúins varðskips með reiðubúna áhöfn þegar …
Ekkert kemur í stað fullbúins varðskips með reiðubúna áhöfn þegar eitthvað bjátar á, að sögn Ásgríms, sem segir þau einnig nauðsynleg til eftirlits á hafi úti. mbl.is/Árni Sæberg

Fóru minnst í 270 úthaldsdaga

„Til dæmis varðandi skipin, ef við förum tíu ár aftur í tímann þá vorum við með allt að sex hundruð úthaldsdaga. Óðinn var reyndar tekinn úr rekstri árið 2006 en engu að síður gerðum við út Tý og Ægi, hvort skip um sig í yfir þrjú hundruð daga á ári. Svo fór að draga úr þeim rekstri og fórum við minnst í að ég held 270 úthaldsdaga í heildina. En við erum að mjaka þessu upp á við og höfum miðað við að vera aldrei undir þrjú hundruð hvað þetta varðar. Á næsta ári stefnum við á að vera með 360 úthaldsdaga.“

Þessi fækkun úthaldsdaga er þá frekar til marks um fjárskort en mögulegt minnkandi mikilvægi skipanna?

„Það má segja það. En við verðum líka að horfa til þess – ég er nú búinn að vera það lengi hjá Landhelgisgæslunni að ég man þá tíð að hvort sem maður fór í gæsluflug á Fokker eða í túr á varðskipum snerist þetta alltaf um að finna fiskiskipaflotann, til að komast í eftirlit um borð eða hreinlega vita hvað væri að gerast hér í efnahagslögsögunni. Það sem hefur breyst síðan þá, og er nú búið að vera í upp undir tuttugu ár, er fjareftirlitið,“ segir Ásgrímur.

Varðskip á sjó betra en varðskip bundið við bryggju

„Nú vitum við fyrirfram nokkurn veginn hvar skipin eru, í stað þess sem var fyrir meira en tuttugu árum þegar við vorum að fara af stað og leita. Þetta er allt öðruvísi í dag og mikilvægi eininganna því kannski með öðrum hætti en áður. Engu að síður er enn verið að fara um borð í skip til að fara yfir öryggismál, athuga hvort menn séu með réttindi og þá er auðvitað litið á veiðarfærin og aflann – þú gerir það náttúrlega ekki með gervihnöttum,“ segir Ásgrímur.

„Svo er nokkuð sem við verðum alltaf að horfa til, en það er að varðskip á sjó, klárt með áhöfn, er miklu fljótara að bregðast við ef eitthvað bjátar á en varðskip bundið við bryggju með enga áhöfn um borð. Það verðum við alltaf að muna.“

Ítarlegra viðtal við Ásgrím má finna í sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu föstudaginn 17. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »