Sjósókn sýnd með nýrri tækni

Nýjasta tækni. Með nýjustu margmiðlunartækni verður leitast við að lýsa ...
Nýjasta tækni. Með nýjustu margmiðlunartækni verður leitast við að lýsa uppgangi og sögu helsta atvinnuvegar þjóðarinnar í gegnum aldirnar.. Tölvuteikning/KossmannDeJong

Nú er unnið að nýrri grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Borgarsögusafni, sem áformað er að verði opnað vorið 2018. Unnið er með hollenska fyrirtækinu KossmannDeJong, sem er heimþekkt fyrirtæki á sviði sýningahönnunar.

Sýningin sem nú er í Sjóminjasafninu var opnuð árið 2006. Aðsókn hefur verið ágæt og farið vaxandi í samræmi við uppgang svæðisins á Granda. Áætlað er að aðsókn aukist að mun með nýrri sýningu. Nýja sýningin verður mjög ólík þeirri gömlu en þó er að því stefnt að nokkrir gripir, sem þar eru, verði á nýju sýningunni.

Börn á Sjóminjasafninu. Íslendingar hafa með heimsókn í safnið getað ...
Börn á Sjóminjasafninu. Íslendingar hafa með heimsókn í safnið getað skyggnst aftur í aldir og barið augum frumstæðan búnað forfeðra sinna. mbl.is/Árni Sæberg

Standi í allt að 15 ár

Vinna við nýju sýninguna hófst árið 2015 og er handriti og hönnun lokið, samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Kristjánsdóttur sýningarstjóra. Leitast er við að lýsa uppgangi og sögu helsta atvinnuvegar þjóðarinnar sem jafnframt er saga tækni, einstaklinga og menningar.

Ráðgert er að sýningin standi í allt að 15 ár. Henni er ætlað að höfða til ólíkra hópa gesta, svo sem yngri kynslóða sem hafa minni tengsl við sjávarútveg en áður, íslenskra og erlendra gesta borgarinnar og vera heimavöllur atvinnugreinarinnar.

„Sjávarútvegur og siglingar eru lykilatriði í sögu Íslands og hafa mótað Reykjavík. Brýnt er að halda þeirri mikilvægu sögu til haga. Sjóminjasafnið verður hornsteinn í miðlun sögu borgarinnar á þessum geira atvinnulífs og menningar,“ segir Sigrún.

Fjallað var ítarlegar um nýja grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Morgunblaðinu þann 24. nóvember.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 16.1.18 329,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.18 341,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.18 410,30 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.18 344,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.18 74,98 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.18 112,80 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.18 200,32 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 9.696 kg
Ýsa 3.819 kg
Langa 242 kg
Keila 17 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 13.782 kg
16.1.18 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 952 kg
Þorskur 57 kg
Langa 28 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.055 kg
16.1.18 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 7.029 kg
Ufsi 1.448 kg
Karfi / Gullkarfi 839 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 9.435 kg

Skoða allar landanir »