„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“.

Á Facebook-síðu sinni rekur Kristján starfsferil sinn þar sem hann segist hafa fengið fyrirspurnir um bakgrunn sinn í sjávarútvegi eftir að hafa tekið við embættinu.

„Störf mín sem stýrimaður og skipstjóri, kennari við Stýrimannaskólann, ásamt öðrum störfum tengdum sjávarútvegi og sveitarstjórnarmálum, tel ég að gefi mér einstaka og djúpa innsýn í þau verkefni sem fyrir höndum eru í ráðuneyti sjávarútvegsmála,“ segir Kristján og bætir við að sjómannsferill hans hafi hafist þegar hann var 16 ára.

Enn fremur hafi hann setið í stjórnum Útgerðarfélags Dalvíkinga, Söltunarfélags Dalvíkur, Sæplasts, Togaraútgerðar Ísafjarðar og Samherja á níunda og tíunda áratugnum.

Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum á Akureyri í haust.
Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum á Akureyri í haust. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skiptir máli að vera meðvitaðir um tengslin

„Flestir sem þekkja til starfsemi sveitarfélaga vita að á þeim vettvangi eru mikil samskipti og verkefni er tengjast atvinnulífi viðkomandi sveitarfélaga,“ segir hann því næst og bendir á að hann hafi á árunum 1986 til 2007 starfað á vettvangi sveitarstjórna landsins.

„Á þessum árum öllum voru mér falin mikilvæg trúnaðarstörf þar sem tekist var á við margvísleg úrlausnarefni og þ.m.t. atvinnu- og byggðamál,“ segir Kristján en hann var meðal annars bæjarstjóri Dalvíkur frá 1986 til 1994, bæjarstjóri Ísafjarðar frá 1994 til 1997 og bæjarstjóri Akureyrar frá 1998 til 2006.

„Það er óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi að stjórnmálamenn þekki marga, sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira. Þá skiptir mestu að allir sem veita stjórnmálamanninum umboð og aðhald, hvort sem um er að ræða kjósendur, aðra stjórnmálamenn eða fjölmiðla, séu meðvitaðir um tengslin og geti metið og gagnrýnt störf stjórnmálamannsins í því ljósi. Það er bæði nauðsynlegt og sjálfsagt í nútímalýðræðissamfélagi.“

Kristján segir Samherja tvisvar hafa styrkt framboð hans í prófkjöri …
Kristján segir Samherja tvisvar hafa styrkt framboð hans í prófkjöri innan flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þekkst síðan við vorum ungir menn“

Heldur Kristján áfram:

„Í því samhengi er mér ljúft og skylt að upplýsa að við Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, höfum þekkst síðan við vorum ungir menn. Fyrir um tuttugu árum (1996–2000) sat ég í stjórn Samherja, þar af sem stjórnarformaður í u.þ.b. eitt og hálft ár.

Samtals 27 daga, í ágúst 2010 og júlí 2012, fór ég sem háseti á makrílveiðar. Einu launin sem ég hef þegið hjá fyrirtækinu eru fyrir áðurnefnda stjórnarsetu þar sem stjórnarlaun voru tæp 30 þúsund á mánuði og stjórnarformaður fékk tvöföld þau laun,“ segir hann og bætir við að hásetahluturinn fyrir veiðitúrinn í ágúst 2010 hafi verið 1.374.929 kr. og í júlí 2012 hafi hann verið 1.661.800 krónur.

„Fyrirtækið hefur síðan tvisvar styrkt framboð mitt í prófkjöri innan Sjálfstæðisflokksins, 500 þúsund kr. árið 2007 og 100 þúsund kr. árið 2013.

Ég tel mig vera hæfan til þess að taka ákvarðanir um málefni sem snerta sjávarútveginn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Samherja sérstaklega mun ég að sjálfsögðu meta hæfi mitt í ljósi framangreinds líkt og allir stjórnmálamenn þurfa að gera þegar fjölskyldu-, vina- og kunningjatengsl gætu haft áhrif á afstöðu til einstakra mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »