„Á eftir að koma heilmikil loðna“

Beitir NK að veiðum. Mynd úr safni.
Beitir NK að veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Haraldur Hjálmarsson

„Það var ekki stór bletturinn sem skipin voru að toga á,“ sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, eftir að skipið kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með rúmlega 2.200 tonn af loðnu.

Hluti af aflanum fór til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og hófst vinnsla strax, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, tók undir með Sturlu og sagði að enn væri ekki mikið að sjá. Skip hans kom einnig til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.650 tonn, þar af voru 650 tonn fryst.

„Mér líst hins vegar ekki illa á vertíðina. Það á eftir að koma heilmikil loðna. Við vorum í vikutúr en vorum einungis tvo daga á veiðum. Þrír daganna fóru í loðnuleit í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Við munum fara í frekari leit eftir löndun og það mun koma maður um borð til okkar frá Hafró áður en við leggjum úr höfn,“ sagði Geir.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.10.18 318,74 kr/kg
Þorskur, slægður 23.10.18 302,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.10.18 294,02 kr/kg
Ýsa, slægð 23.10.18 305,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.10.18 112,50 kr/kg
Ufsi, slægður 23.10.18 151,75 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 23.10.18 244,46 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.10.18 346,00 kr/kg
Blálanga, slægð 22.10.18 232,58 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.134 kg
Samtals 2.134 kg
23.10.18 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 788 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 822 kg
23.10.18 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 397 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 530 kg
23.10.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 2.044 kg
Samtals 2.044 kg
22.10.18 Hafursey ÍS-600 Plógur
Ígulker 413 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »