Segir þekkingu skorta í gagnrýni LV

Eldisk­ví­ar Akvafut­ure við Sæterosen í Vel­fjord.
Eldisk­ví­ar Akvafut­ure við Sæterosen í Vel­fjord.

Gagnrýni Landssambands veiðifélaga á fyrirhugað laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði ber vott um þekkingarskort, segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. sem hefur uppi áform um 20 þúsund tonna eldi í firðinum.

„Það er þekkingarskortur og ákveðnar villur sem koma þarna fram,“ segir Rögnvaldur í samtali við 200 mílur, en greint var frá gagnrýni LV á þriðjudag.

Bæði með belti og axlabönd

„Þeir segja til dæmis að búnaðurinn hafi ekki verið prófaður sem er ekki rétt, hann er búinn að vera í vinnslu og þróun í tíu ár og á því tímabili hefur tilraunaeldi staðið yfir í sex ár,“ segir Rögnvaldur og bendir á að búnaðurinn sé á tveimur stöðum í Noregi og þar sé hafin framleiðsla að fullu.

„Ef við skoðum velferð fiska og möguleikann á slysasleppingum þá kemur búnaðurinn mjög vel út. Þessi lokaði poki sem við notum er mjög traustur,“ segir Rögnvaldur. Tekur hann dæmi:

„Þegar ég hef kynnt búnaðinn á Íslandi þá hef ég jafnan haft með mér smá pjötlu úr þessu efni og beðið menn að rífa hana. Það hefur engum tekist, jafnvel þó að búið sé að gera smá sár til að auðvelda mönnum verkið.

Það er því ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist sem þessi poki rifnar. Og þá að auki erum við með venjulega fiskeldisnót þar fyrir utan. Þó ekki vegna þess að við treystum ekki pokanum, eins og Landssamband veiðifélaga hefur áður fullyrt, heldur kalla ég þetta að hafa bæði belti og axlabönd.“

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture.
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture.

Úthafsalda hverfandi í innanverðum Eyjafirði

Eitt af því sem LV nefndi í gagnrýni sinni var að búnaður AkvaFuture væri aðeins gerður fyrir ölduhæð að tveimur metrum. „[...] og telur Landssambandið að slíkan búnað verði að meta mjög ótraustan við íslenskar aðstæður.“

Rögnvaldur bendir hins vegar á að Vegagerðin hafi nýverið rannsakað öldufar í Eyjafirði vegna fyrirhugaðs fiskeldis.

„Öllum sem ætla að ráðast í fiskeldi er uppálagt að láta gera slíka rannsókn,“ segir hann. „Í niðurstöðum hennar kemur fram að úthafsalda er hverfandi á þeim svæðum sem við erum að skoða, það er innan við Hjalteyri.“

Samkvæmt niðurstöðunum megi eiga von á því einu sinni á hverjum fimmtíu árum að hafalda nái 1-1,8 metra hæð á fyrirhuguðu eldissvæði. Á sama tímabili er búist við að vindölduhæð geti í eitt sinn náð 1,4-2 metra hæð.

„Við erum endalaust að vinna að því að gera búnaðinn tryggari í meiri ölduhæð og það virðist vera tiltölulega auðvelt að leggja út öldudeyfa í meginvindáttinni,“ segir Rögnvaldur og bendir á að þegar felist ákveðin öldudeyfing í sjálfum búnaðinum.

„Hver flotbryggja sem umlykur hverja einustu nót samanstendur af átta steypuklumpum, sem vega 33 tonn hver. Það deyfir ölduna heilmikið.“

Hrísey í Eyjafirði. Ráðgert er að fiskeldið verði innar í …
Hrísey í Eyjafirði. Ráðgert er að fiskeldið verði innar í firðinum en Hjalteyri. mbl.is/Árni Sæberg

Vænlegt villtum laxi

Rögnvaldur nefnir þá að sér finnist einkennilegt hversu litla áherslu Landssamband veiðifélaga leggi á það vandamál sem laxalús felur í sér, en laxalús er helsta vandamál laxeldis í Noregi og verða mikil afföll í eldinu þar sem allt að fimmti hver fiskur drepst.

Þótt hér sé kaldur sjór og minna hafi verið um lúsavandamál til þessa hafa komið upp einstök dæmi um erfiðleika vegna lúsar, svo nauðsynlegt hefur verið að meðhöndla fiskinn.

Aðra sögu sé að segja um kerfi AkvaFuture. Þar þrífst engin laxalús að sögn Rögnvaldar, og því getur hún ekki breiðst úr kvíunum til villtra laxastofna.

„Hún kemst ekki í gegnum pokann og svo dælum við í hann sjó af 20 til 25 metra dýpi, en lúsin heldur sig mun ofar.“

Rögnvaldur segir að þessi sérstaða hafi aflað AkvaFuture stuðnings hjá Norske Lakseelver – samtökum veiðiréttarhafa í Noregi, sem þannig sé hliðstætt Landssambandi veiðifélaga.

„Þau hafa tjáð sig um þetta kerfi okkar og kalla það „villaks-vennlig“ – vænlegt villtum laxi.“

Andstaða LV skjóti þannig skökku við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »