Kolmunnaveiðar fá vottun um sjálfbærni

Frá kolmunnaveiðum á Víkingi AK. Mynd úr safni.
Frá kolmunnaveiðum á Víkingi AK. Mynd úr safni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Kolmunnaveiðar við Ísland hafa nú hlotið vottun um sjálfbærni frá Marine Stewardship Council. Þetta kemur fram á vef ráðsins, en þar má sjá að ákvörðun um þetta var tekin 7. nóvember síðastliðinn og gerð opinber í gær.

Þegar hafa veiðar á fjölmörgum tegundum við Ísland hlotið vottun ráðsins, en það eru þorskur, ýsa, gullkarfi, ufsi, íslensk og norsk sumargotssíld, langa, loðna, steinbítur, koli, blálanga, keila, makríll og grálúða.

Vottun á grásleppuveiðum var svo nýverið afturkölluð vegna meðafla eins og 200 mílur hafa greint frá:

Ekki bara stóru tegundirnar

Samtökin Iceland Sustaina­ble Fis­heries (IFS) hafa beitt sér fyrir að veiðarnar verði vottaðar. Í samtali við Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóra samtakanna, í október kom fram að um 90% af öll­um lönduðum afla á Íslandi sé úr MSC-vottuðum stofn­um.

„Við erum ekki bara að taka stóru teg­und­irn­ar held­ur í raun alla flór­una. Ef ég miða við 2015 töl­ur þá var stærsta teg­und­in sem var landað und­ir MSC-vottuðum skír­tein­um loðna sem var um 25% en teg­und­ir eins og loðna og grá­sleppa 1% eða minna. Þannig að við skilj­um litlu stofn­ana og minna verðmætu stofn­ana ekki út und­an. Það sama gild­ir um verðmæta stofna sem eru veidd­ir í minna magni eins og til dæm­is skötu­sel­ur sem fer að detta inn. Við erum komn­ir með al­veg ofboðslega marg­ar teg­und­ir sem eru MSC-vottaðar,“ sagði Krist­inn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.18 203,78 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.18 266,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.18 312,73 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.18 271,30 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.18 54,46 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.18 82,30 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.18 110,65 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.18 Byr GK-059 Þorskfisknet
Þorskur 1.189 kg
Samtals 1.189 kg
25.4.18 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 56.533 kg
Langa 6.960 kg
Ufsi 4.210 kg
Karfi / Gullkarfi 2.142 kg
Samtals 69.845 kg
25.4.18 Ágústa EA-016 Grásleppunet
Grásleppa 583 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 14 kg
Skarkoli 11 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 649 kg
25.4.18 Björn Jónsson ÞH-345 Grásleppunet
Grásleppa 914 kg
Þorskur 44 kg
Samtals 958 kg

Skoða allar landanir »