Þegar kveðið á um afslátt til minni útgerða

Ríkisstjórnin hyggst taka veiðigjaldið til skoðunar.
Ríkisstjórnin hyggst taka veiðigjaldið til skoðunar. mbl.is/Eggert

Umræða um veiðigjald undanfarin misseri hefur oftar en ekki beinst að minni og meðalstórum fyrirtækjum og möguleikanum á að þau greiði lægra gjald.

„Raunin er hins vegar sú að 90% af útgerðum, eða alls um 882 útgerðir, greiða nú þegar hlutfallslega lægra gjald en þau 10% sem eftir standa,“ segir Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Í lögum um veiðigjald er kveðið á um að veita skuli 20% afslátt af fyrstu 4,5 milljónum króna álagðs veiðigjalds og 15% afslátt af næstu 4,5 milljónum. Ljóst er því að í núverandi lögum er nú þegar tekið tillit til smærri aðila,“ segir hún.

Veiðigjaldið tekið til endurskoðunar

Fram kom í Morgunblaðinu rétt eftir áramót að ríkisstjórnin ætlaði að taka veiðigjaldið til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka gjöldin á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki og afkomutengja þau.

„Við horfum til litlu og meðalstóru fyrirtækjanna sem ráða ekki við þá miklu hækkun sem varð á veiðigjaldinu 1. september á síðasta ári. Sú hækkun var mjög mikil, frá 200 prósentum og yfir 300 prósenta hækkun hjá sumum. Það er farin af stað vinna í ráðuneytinu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyrir sig,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, í samtali við blaðið.

Hallveig segir að hvergi liggi fyrir skilgreining stjórnvalda á því hvað eru minni og meðalstórar útgerðir. „Ef hins vegar er horft til alþjóðlegs samhengis þá eru öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki lítil.“

Nánar var fjallað um málið í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, fimmtudag.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.1.18 237,72 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.18 300,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.18 213,05 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.18 234,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.18 70,22 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.18 108,33 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.18 187,12 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.18 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 1.521 kg
Langa 201 kg
Samtals 1.722 kg
19.1.18 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 4.638 kg
Ýsa 461 kg
Steinbítur 82 kg
Hlýri 20 kg
Lýsa 10 kg
Samtals 5.211 kg
19.1.18 Særún EA-251 Lína
Þorskur 1.024 kg
Ýsa 852 kg
Samtals 1.876 kg
19.1.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 815 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 24 kg
Samtals 897 kg

Skoða allar landanir »