Spáð meiri vexti

Sjávarútvegsráðherra hefur boðað lagabreytingar í marsmánuði.
Sjávarútvegsráðherra hefur boðað lagabreytingar í marsmánuði. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Nei, ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva.

Greint var frá því í síðustu viku að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í vinnslustöð fyrirtækisins. Eru uppsagnirnar raktar til minnkandi eftirspurnar eftir eldislaxi. Fyrirtækið hafi gert færri sölusamninga en áður og lækkun á heimsmarkaðsverði á eldislaxi hafi áhrif á afkomu.

Næturvaktinni sagt upp

Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að verð hafi farið mjög hátt í fyrra. Neytendur hafi brugðist við og stórmarkaðir úti í heimi hafi í kjölfarið minnkað hillupláss.

„Verðið hefur lækkað aðeins síðan það var í hæstu hæðum í fyrra,“ segir hann og telur ekki tilefni til að örvænta.

„Nei. Bakkafrost er vel rekið fyrirtæki. Það er í kauphöllinni í Osló og verksmiðja þeirra er með hátæknibúnað, meðal annars frá Íslandi. Eftirspurnin var svo mikil í fyrra að þeir unnu líka á næturvöktum. Þeir voru núna að segja upp næturvaktinni vegna minnkandi eftirspurnar en þeir vonast til þess að geta tekið fólkið inn aftur um mitt ár.“

Er gott hljóð í fólki hér heima?

„Já, við höfum fundað með Hafró og lítum fram til þess að það verði unnið úr þessum tillögum að mótvægisaðgerðum. Þá hefur Kristján Þór sjávarútvegsráðherra boðað lagabreytingar núna í mars. Við erum spennt að vita hvaða áhrif þær munu hafa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 222 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 439 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 222 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 439 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »