Fín loðnuveiði

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Það hefur verið fínasta loðnuveiði síðustu daga að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Beitir NK landaði tæplega 2.000 tonnum í Neskaupstað í gær og í dag er Bjarni Ólafsson AK að landa rúmlega 1.000 tonnum til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Fram kemur, að Börkur NK sé á landleið með rúmlega 2.100 tonn.

„Það hefur verið fínasta veiði og töluvert að sjá. Loðnan virðist vera á stóru svæði og skipin eru víða að fá góðan afla. Það eru kannski 20 mílur á milli skipa og þau eru öll að gera það tiltölulega gott. Við fengum þennan afla í 5 holum og erum yfirleitt að draga í 4-5 tíma. Við fengum til dæmis 1.600 tonn á 16 tímum og það er fjarri því að vera slæmt. Í síðasta holinu drógum við í 6 tíma og fengum 660 tonn. Það er í reynd mokveiði. Nú bíða menn spenntir eftir niðurstöðu rannsóknaskipanna en tvö skip frá Hafró og grænlenska skipið Polar Amaroq hafa verið við mælingar að undanförnu. Ég er bjartsýnn á að bætt verði verulega við kvótann. Það er svo víða loðnu að finna og auk þess er þetta fínasta loðna sem veiðist,“ er haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni skipstjóra. 

Einungis eitt norskt loðnuskip, Endre Dyrøy, er komið á miðin en heyrst hefur að fleiri séu væntanleg á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »