Minntust hamfaranna fyrir hálfri öld

Fjölmennt var í þyrluskýli varðskipsins meðan á athöfninni stóð
Fjölmennt var í þyrluskýli varðskipsins meðan á athöfninni stóð mbl.is/Kristinn Magnússon

Segja má að það hafi verið hamfarir fyrir réttum fimmtíu árum, þegar fjöldi sjómanna fórst í Ísafjarðardjúpi í byrjun febrúar árið 1968. Var af þessu tilefni haldin athöfn á mánudag, um borð í varðskipinu Óðni, til minningar um þá sem týndu lífi þennan örlagaríka sólarhring og jafnframt til að minnast þess björgunarafreks sem áhöfnin á Óðni vann.

Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, ávarpaði viðstadda.
Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, ávarpaði viðstadda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex manna áhöfn Heiðrúnar II frá Bolungarvík var á meðal þeirra sem fórust, auk 19 manna áhafnar breska togarans Ross Cleveland, en einn skipverja togarans, Harry Eddom, bjargaðist við illan leik. Sama dag strandaði breski togarinn Notts County á Snæfjallaströnd, en áhöfn Óðins vann hetjudáð þegar hún bjargaði skipverjum hans. Einn þeirra var þegar látinn er Óðinn komst á slysstað.

Sögufrægur. Óðinn liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík
Sögufrægur. Óðinn liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík mbl.is/Kristinn Magnússon
Michael Nevin sendiherra heiðraði Sigurð Þ. Árnason skipherra.
Michael Nevin sendiherra heiðraði Sigurð Þ. Árnason skipherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Minningarathöfnin fór fram í þyrluskýli Óðins og fór sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur með minningarorð um þá sem fórust. Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, ávarpaði í kjölfarið þann fjölda sem þarna kom saman og heiðraði um leið Sigurð Þ. Árnason, sem var skipherra Óðins í þessari ferð. Fyrir tilstilli áhafnar hans var 18 mannslífum bjargað þennan dag.

Í kjölfarið var boðið upp á kaffiveitingar í messa skipsins en þar fjallaði Gylfi Geirsson, formaður öldungaráðs Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi starfsmaður hennar, um björgunarafrekið sem áhöfn Óðins vann.

200 mílur, 48 síðna sérblað, fylgdi Morgunblaðinu í dag.
200 mílur, 48 síðna sérblað, fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Ýtarlega er fjallað um þessa atburði í 200 mílum - 48 síðna sérblaði, sem fylgdi Morgunblaðinu í dag. Fjölmargar og ólíkar sögur urðu til þessa örlagaríku daga, hvort sem um ræðir skipherra um borð í varðskipinu Óðni, 19 ára vélstjóra í siglingu upp á líf og dauða, eða ungan Breta sem á ótrúlegan hátt kemst lífs af eftir að togari hans sekkur í hríðarbyl.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.18 254,53 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.18 280,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.18 284,21 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.18 233,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.18 65,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.18 87,25 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.18 111,18 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.18 281,87 kr/kg
Blálanga, slægð 22.5.18 274,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.18 Vala HF-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.276 kg
Samtals 1.276 kg
22.5.18 Von GK-175 Grásleppunet
Grásleppa 335 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 351 kg
22.5.18 Gullfari HF-290 Grásleppunet
Grásleppa 693 kg
Samtals 693 kg
22.5.18 Von GK-175 Grásleppunet
Grásleppa 340 kg
Samtals 340 kg
22.5.18 Hafsvala BA-252 Grásleppunet
Grásleppa 1.673 kg
Samtals 1.673 kg

Skoða allar landanir »