Mikið að sjá við Stokksnes

Þrjú norsk skip komu til Þórshafnar á miðvikudagskvöld með um ...
Þrjú norsk skip komu til Þórshafnar á miðvikudagskvöld með um 1.200 tonn af loðnu. Talsverð umsvif fylgdu þeim eins og vera ber á loðnuvertíð. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

„Það er mikið að sjá hérna,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, um hádegi í gær.

„Loðnan er að ganga fyrir Stokksnesið og við keyrðum í níu mílur í lóði.“ Þeir fengu 300 tonn í nótina í fyrsta kastinu í gærmorgun og voru að draga aftur þegar spjallað var við Geir. Hann sagði gott veður á miðunum, en í gærkvöldi og fram yfir helgi væri útlit fyrir brælu, sem þá yrði notuð til að frysta aflann um borð.

Polar Amaroq er í eigu grænlensks fyrirtækis, sem aftur er að hluta í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Á síðustu loðnuvertíð var skipið það aflahæsta, en veitt er úr kvóta Grænlands hér við land.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.18 227,99 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.18 259,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.7.18 289,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.7.18 102,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.7.18 38,46 kr/kg
Ufsi, slægður 20.7.18 77,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.7.18 232,04 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.7.18 301,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.18 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 769 kg
Ýsa 68 kg
Samtals 837 kg
23.7.18 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 110 kg
Karfi / Gullkarfi 90 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 2 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 291 kg
23.7.18 Glaður NS-115 Handfæri
Þorskur 552 kg
Ýsa 44 kg
Samtals 596 kg
23.7.18 Víðir EA-423 Handfæri
Þorskur 818 kg
Samtals 818 kg

Skoða allar landanir »