Örfirisey vélarvana í Barentshafi

Skipið er væntanlegt til hafnar í fyrramálið.
Skipið er væntanlegt til hafnar í fyrramálið. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Bilun varð í aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE í gærkvöldi, er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi. Vegna bilunarinnar er skipið vélarvana.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda, sem gerir út skipið. Segir í henni að samið hafi verið við norsku strandgæsluna um að draga skipið til hafnar í Tromsø.

Að sögn Guðmundar Herberts Bjarnasonar hjá skipaeftirliti HB Granda varð bilunin um 60 sjómílur norður af Honningsvaag og tengist knastás aðalvélarinnar. Gott veður er sagt vera á svæðinu og engin hætta á ferðum.

„Skipin eru væntanleg til Tromsø á mánudagsmorgun,“ segir Guðmundur og bætir við að tjónið tengist á engan hátt fyrri bilun sem varð í skrúfubúnaði skipsins í lok október á síðasta ári.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.8.18 267,08 kr/kg
Þorskur, slægður 15.8.18 290,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.8.18 246,30 kr/kg
Ýsa, slægð 15.8.18 178,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.8.18 76,31 kr/kg
Ufsi, slægður 15.8.18 97,72 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 15.8.18 168,84 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.8.18 186,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.18 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg
15.8.18 María EA-077 Handfæri
Þorskur 740 kg
Samtals 740 kg
15.8.18 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 795 kg
Samtals 795 kg
15.8.18 Kvikur EA-020 Handfæri
Þorskur 801 kg
Samtals 801 kg
15.8.18 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 800 kg
Samtals 800 kg
15.8.18 Elva Björg SI-084 Handfæri
Þorskur 732 kg
Ufsi 85 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 826 kg

Skoða allar landanir »