Það fiskast þrátt fyrir veðrið

Gullver NS við bryggju.
Gullver NS við bryggju. Ljósmynd/Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær og var aflinn 110 tonn. Uppistaða aflans var þorskur.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

Þar er rætt við Þórhall Jónsson skipstjóra og hann spurður hvernig veiðiferðin hefði gengið.

„Við vorum fyrir norðan á Rifsbankanum og það var kolvitlaust veður. Það var á mörkunum að hægt væri að vera að. Hins vegar var nægan fisk að fá og þetta var fínn fiskur. Túrinn tók þrjá sólarhringa höfn í höfn og við vorum einungis tvo sólarhringa á veiðum. Það er búin að vera rysjótt tíð frá áramótum en það hefur fiskast þokkalega engu að síður. Janúaraflinn hjá okkur var um 480 tonn og það er allt í lagi. Lægðirnar halda áfram að koma og við ætluðum út í gærkvöldi en brottför var frestað til dagsins í dag vegna veðurs. Tíðarfarið hlýtur að fara að skána,“ sagði Þórhallur á vef félagsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 298,09 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.18 352,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.18 206,47 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.18 232,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.18 99,56 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.18 124,20 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.18 260,77 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.10.18 245,00 kr/kg
Blálanga, slægð 15.10.18 231,78 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Leynir SH-120 Plógur
Hörpudiskur 5.107 kg
Samtals 5.107 kg
15.10.18 Sædís IS-067 Handfæri
Ýsa 932 kg
Þorskur 499 kg
Skarkoli 111 kg
Steinbítur 65 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.613 kg
15.10.18 Vilborg ÞH-011 Landbeitt lína
Ýsa 157 kg
Samtals 157 kg
15.10.18 Valdís ÍS-889 Handfæri
Þorskur 889 kg
Ufsi 98 kg
Karfi / Gullkarfi 38 kg
Samtals 1.025 kg

Skoða allar landanir »