Vilja tvöfalda eldisstöð í Grindavík

Frá eldisstöð Matorku í Húsatóftum í Grindavík.
Frá eldisstöð Matorku í Húsatóftum í Grindavík. Ljósmynd/Matorka

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við stækkun eldisrýmis annarrar fiskeldisstöðva Matorku í Grindavík á næsta ári. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun frá Matorku vegna framkvæmdanna en Matorka hefur óskað eftir því að núverandi stöð í Grindavík verði tvöfölduð.

Matorka ehf. er með fiskeldi á tveimur stöðum á landinu, í Landsveit þar sem fyrsta stig seiðaeldis á sér stað og að Húsatóftum í Grindavík þar sem seiðaeldi er í eldri stöð og áframeldi í hinni nýju stöð á efra svæði. Jafnframt er félagið með vinnslu á eldisfiski í fiskvinnsluhúsi í Grindavík.

Núverandi stöð í Grindavík hefur leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á bleikju, laxi og urriða en gangi hugmyndir Matorku eftir verður framleiðslan 6.000 tonn.

Sjá nánar á vef Skipulagsstofnunar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.18 207,64 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.18 261,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.18 252,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.18 238,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.18 52,13 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.18 94,47 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.18 119,25 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.18 Blossi ÍS-225 Landbeitt lína
Þorskur 1.621 kg
Ýsa 379 kg
Steinbítur 139 kg
Samtals 2.139 kg
20.3.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Landbeitt lína
Þorskur 122 kg
Ýsa 48 kg
Samtals 170 kg
20.3.18 Hilmir ST-001 Landbeitt lína
Þorskur 4.137 kg
Ýsa 136 kg
Samtals 4.273 kg
20.3.18 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 6.465 kg
Samtals 6.465 kg
20.3.18 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 3.740 kg
Samtals 3.740 kg

Skoða allar landanir »