Vill stjórnsýsluúttekt á eftirliti MAST með sjókvíaeldi á laxi

Landssamband veiðifélaga krefur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra svara um það ...
Landssamband veiðifélaga krefur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra svara um það hvernig ráðuneytið ætli að bregðast við þeirri stöðu sem sé komin upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi.

Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví hafi laskast í Tálknafirði með þeim afleiðingum að flothæfni var ekki lengur til staðar. Einnig hafi komið rifa eða gat á nót í kví fyrirtækisins í Arnarfirði.

Þá liggi fyrir að átta dögum síðar hafi eftirlitsmaður ekki enn verið sendur á staðinn til að taka út mannvirki og búnað fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Þá gerir landssambandið einnig alvarlegar athugasemdir við að opinberir eftirlitsaðilar birti ekki upplýsingar um málið sem virðist hafa átt að fara leynt.

„Landssambandið krefur ráðherra svara um hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin þar sem ljóst sé að eftirlit með starfseminni er í skötulíki.  Þá fer Landssambandið fram á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið áminni Matvælastofnun og Fiskistofu um að miðla upplýsingum um óhöpp í sjókvíaeldi sem erindi eiga við hagsmunaaðila og almenning, líkt og á sér stað við aðra mengandi stóriðju sem náttúru landsins getur stafað hætta af,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.18 210,42 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.18 262,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.18 235,40 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.18 239,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.18 75,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.18 39,57 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.18 165,92 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.18 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 4.495 kg
Steinbítur 293 kg
Samtals 4.788 kg
17.3.18 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Skarkoli 16 kg
Ýsa 15 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 37 kg
17.3.18 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 1.178 kg
Samtals 1.178 kg
17.3.18 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 1.491 kg
Samtals 1.491 kg
17.3.18 Hilmir SH-197 Handfæri
Þorskur 1.768 kg
Samtals 1.768 kg

Skoða allar landanir »