MAST telur litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra þeirra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar þess að tjón varð á tveimur kvíum fyrirtækisins.

Önnur kvíin er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði.

Þá telur stofnunin að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Segir í tilkynningu frá MAST að farið verði í eftirlitsferð hjá Arnarlaxi við fyrsta tækifæri og að frekari úttekt verði þá gerð á sjókvíum fyrirtækisins og fyrrnefndum viðbrögðum þess.

Fiskistofu var einnig tilkynnt um tjón fyrirtækisins og gögn málsins hafa verið send þangað. Fiskistofa fer með mál er varða slysasleppingar.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.18 207,64 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.18 261,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.18 252,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.18 238,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.18 52,13 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.18 94,47 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.18 119,25 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 5.097 kg
Ýsa 287 kg
Steinbítur 171 kg
Langa 63 kg
Ufsi 43 kg
Samtals 5.661 kg
20.3.18 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Þorskur 713 kg
Ýsa 60 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 779 kg
20.3.18 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 11.446 kg
Karfi / Gullkarfi 99 kg
Ýsa 44 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 11.596 kg

Skoða allar landanir »