Flest skip með heimahöfn fyrir vestan

Sjötíu ný fiskiskip hafa á síðustu fimm árum bæst við fiskveiðiflota Íslendinga, átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi og eru þau öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir með tölu smíðaðir í Tyrklandi, ásamt fjórum af þeim sjö vélskipum sem voru yfir 1.000 brúttótonnum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Þegar rýnt er í tölur stofnunarinnar má sjá að flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2017, alls 394 skip, en það eru 24% fiskiskipaflotans. Næstflest, eða alls 290 skip, höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi eða 17,9%. Fæst skip, 74 talsins, voru með skráða heimahöfn á Suðurlandi eða 4,6% af heildarfjölda fiskiskipa. Flestir opnir bátar voru á Vestfjörðum, samtals 231, og á Vesturlandi en þar voru 163. Vélskip voru einnig flest á Vestfjörðum, 160 talsins, en fæst á höfuðborgarsvæðinu þar sem 42 voru skráð.

Opnum bátum fækkaði um 15

Sex nýir togarar voru smíðaðir árið 2017, þar af fjögur systurskip. Heildarstærð togaraflotans var 61.841 brúttótonn í árslok 2017 og hafði aukist um 9.425 tonn frá ársbyrjun. Opnir fiskibátar voru alls 842 og samanlögð stærð þeirra 4.154 brúttótonn. Opnum fiskibátum fækkaði um 15 milli ára og samanlögð stærð þeirra minnkaði um 112 brúttótonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 472,36 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 334,13 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 216,07 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,09 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 472,36 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 334,13 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 216,07 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,09 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »