Ísland þarf ekki að greiða fyrir 4.409 tonn

Veiðunum má fylgja 30% meðafli.
Veiðunum má fylgja 30% meðafli. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Samningar hafa tekist á milli íslenskra, norskra og rússneskra stjórnvalda um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og Rússlands. Um er að ræða framhald svokallaðs Smugusamnings sem gerður var árið 1999 af hálfu Íslands, Noregs og Rússlands, en hann kveður á um tvenns konar kvóta, annars vegar kvóta sem ekki er greitt fyrir og hins vegar kvóta sem Ísland fær ef samningar takast um verð.

Samningar hafa tekist um fyrrnefnda kvótann og verður heildarmagn þess þorsks, sem ekki þarf að greiða fyrir, alls 4.409 tonn. Heimill verður þá 30% meðafli ofan á þetta magn, en þó má magn ýsu ekki nema meiru en 352 tonnum.

Fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að eftir eigi að ganga frá samningum um verð fyrir þann kvóta sem kaupa má, en hann er í ár ákveðinn alls 2.646 tonn.

Með honum fylgir einnig 30% meðafli, en þar eru takmörk á ýsu 265 tonn.

Í samkomulagi stjórnvaldanna felst enn fremur að Rússland fær 1.500 tonn af makríl til veiða á úthafinu, af makrílkvóta Íslands.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.12.18 353,19 kr/kg
Þorskur, slægður 12.12.18 386,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.12.18 292,56 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 287,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,71 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,48 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 126 kg
Ýsa 117 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 8 kg
Samtals 261 kg
12.12.18 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 392 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 532 kg
12.12.18 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 3.756 kg
Þorskur 1.652 kg
Samtals 5.408 kg
12.12.18 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 1.531 kg
Samtals 1.531 kg

Skoða allar landanir »