„Við rétt sluppum inn“

Loðna um borð í Víkingi AK.
Loðna um borð í Víkingi AK. mbl.is/Jón Sigurðarson

„Við rétt sluppum inn áður en snælduvitlaust veður skall á. Við hefðum ekki mátt vera seinna á ferðinni því þá hefðum við ekki komist inn í höfnina,” segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en skipið kom til hafnar á Vopnafirði upp úr hádegi á miðvikudag með um 900 tonn af loðnu.

Segir Albert aflann hafa fengist í þremur köstum úti af Skarðsfjöruvita í Meðallandsbugt.

„Við fórum frá Akranesi laust fyrir kvöldmatarleytið á mánudag og ég átti allt eins von á því að það yrði haugabræla allan túrinn. Veðrið var þó ekki sérstaklega slæmt inni á Meðallandsbugtinni. Vissulega var dálítil kvika en hún olli engum vandræðum. Óveðurslægðin var svo að ná okkur en sem betur fer náðum við innsiglingunni áður en veðrið náði hingað austur.”

Haft er eftir Alberti á vef HB Granda að þó nokkuð magn af loðnu hafi verið í Meðallandsbugtinni.

„Það er víða loðna á svæðinu en hún var hins vegar ekki í þykkum torfum. Við köstuðum þrisvar og loðnan var alveg uppi í yfirborðinu og niður á um fimm faðma dýpi. Þarna var botndýpið um 40 til 50 faðmar,” segir Albert en samkvæmt sýnum sem tekin voru úr aflanum er hrognafylling loðnunnar 16-18%. Aflinn fer til frystingar á Vopnafirði.

„Það eru nokkrir dagar í að hrognafylling þessarar loðnu gefi tilefni til hrognaskurðar og frystingar á hrognum. Það er hins vegar loðna fyrir vestan sem er með mun meiri hrognafyllingu en þar sem hún heldur sig er búið að vera snarvitlaust veður marga undanfarna daga og það hefur því verið ómögulegt að stunda þar veiðar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »