Gæti skapað tugi nýrra starfa

Við Þorlákshöfn. Jarðsjó verður dælt upp á yfirborðið til notkunar …
Við Þorlákshöfn. Jarðsjó verður dælt upp á yfirborðið til notkunar í eldinu. mbl.is/RAX

Lykilatriði er að fyrirhugað fiskeldi við sjávarsiðuna í Þorlákshöfn verði umhverfisvænt. Þetta segir Ingólfur Snorrason, sem fer fyrir þróunarfélaginu Landeldi. Um þrjátíu manns komu saman á kynningarfundi fyrir íbúa sem hófst í ráðhúsi Ölfuss klukkan 17.30 í dag, þar á meðal sjávarútvegsráðherra og ýmsir þingmenn kjördæmisins. Jákvæður andi skapaðist á fundinum.

Ingólfur sagði að gert væri ráð fyrir að fimmtíu störf gætu skapast við framleiðsluna í bænum, auk þess sem tengd störf gætu orðið um 25 talsins.

Sagði hann hugmyndina að eldinu hafa orðið til fyrir um þremur árum, en á bak við þróunarfélagið standa fimm manns auk hans sjálfs. Tók hann sérstaklega fram að hópurinn væri alíslenskur og greindi um leið frá nöfnum allra sem hópnum tilheyra.

Um þrjátíu manns mættu á kynningarfundinn, þar á meðal sjávarútvegsráðherra …
Um þrjátíu manns mættu á kynningarfundinn, þar á meðal sjávarútvegsráðherra og þingmenn kjördæmisins. mbl.is/Árni Sæberg

Spennandi hlutir í bleikjunni

Athygli vakti á fundinum þegar Ingólfur sagði að hópnum hugnaðist mjög að ala bleikju, auk laxeldisins.

„Það eru spennandi hlutir að gerast í bleikjunni og flestum þykir hún ekki síðri en laxinn, jafnvel betri,“ sagði Ingólfur og bætti við að um væri að ræða lítinn en ört vaxandi markað. Betri nýting fengist í framleiðslu hennar og Íslendingar hefðu sérþekkingu á henni.

„Íslendingar eru stærstu framleiðendur bleikju í heiminum,“ benti hann á.

„Við erum að hugsa um laxfisk. Það er mikil framleiðsla á honum í dag en hún var ekki sérlega mikil í eldi árið 1980, og er búin að 250-faldast á þeim tíma.“

Breyttar áherslur væru í geiranum og markaðurinn jafnvel að verða lagskiptur, að sögn Ingólfs. Þá væru auknar kröfur markaðarins um gæði stór áhrifaþáttur við þróun eldisins.

Tekið var fram að laxinn yrði af norskum uppruna, en bleikjan alíslensk.

Ingólfur sagði stutt að fara á flugvöllin ef þörf krefðist.
Ingólfur sagði stutt að fara á flugvöllin ef þörf krefðist. mbl.is/Sigurður Bogi

Þorlákshöfn staðsett einstaklega vel

Fyrirhugað er að eldið verði í gamalli námu við sjávarsíðuna í bænum. Um er að ræða átta og hálfan hektara sem félagið hefur fengið úthlutað en af því svæði er náman sjálf um fimm hektarar.

„Þetta er gríðarstórt svæði og maður áttar sig ekki á því í raun fyrr en maður fer ofan í námuna,“ sagði Ingólfur. Dýpt hennar er um 4-7 metrar og sagði hann það myndu gagnast við dælingu jarðsjós upp á yfirborðið.

Þannig væru í Þorlákshöfn ekki aðeins góðar aðstæður til framleiðslunnar á íslenskan mælikvarða heldur einnig þegar litið væri út fyrir landsteinana.

„Þorlákshöfn er staðsett einstaklega vel. Rétt hjá flugvellinum, ef þess þarf. Hafnarsamgöngur í bænum hafa stóraukist og eftir því sem ég heyri þá eru þær ef til vill að fara að aukast meira. Gríðarleg þekking er hér og við berum virðingu fyrir því, það er margt fólk í bænum sem veit nákvæmlega hvað það er að gera þegar kemur að þessum geira,“ sagði Ingólfur.

„Fimm þúsund tonna eldi hefði þótt stórt og mikið eldi fyrir um fjórum árum síðan. Í dag berast hins vegar fregnir frá Kanada og Bandaríkjunum þar sem verið er að koma á fót framleiðslu í landi sem nemi allt að 20 þúsund tonnum.“

Tækifæri gætu þá falist í nýtingu seyrunnar, en búist er við að það náist að hindra að 80% hennar renni út í sjó við útfallið. Hún gæti nýst sem áburður eða í þróun fyrir smáþörungavinnslu.

Eins væri hægt að virkja útfallið til að koma til móts við raforkuþörf eldisins, sem talin er munu vera 1,5 megavött.

„Í dag eru menn farnir að þróa túrbínur við útfallið. Útfallið er ekki annað en orka. Hugsanlega væri hægt að framleiða þar 20% af raforkuþörf eldisins,“ sagði Ingólfur.

Lykilatriðið er að framleiðslan sé umhverfisvæn. Eftir mikla umræðu í þessum geira á undanförnum árum um allan heim hafa framleiðendur farið að leita heilbrigðari leiða til að bæta framleiðslu sína. Við viljum skila sem bestum niðurstöðum hvað það varðar og standa fyrir ímynd sem sé sterk og heilbrigð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 684 kg
Þorskur 191 kg
Samtals 875 kg
16.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.682 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 1.772 kg
16.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 441 kg
Þorskur 203 kg
Steinbítur 106 kg
Keila 37 kg
Langa 20 kg
Ufsi 16 kg
Skötuselur 12 kg
Karfi 6 kg
Samtals 841 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 684 kg
Þorskur 191 kg
Samtals 875 kg
16.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.682 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 1.772 kg
16.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 441 kg
Þorskur 203 kg
Steinbítur 106 kg
Keila 37 kg
Langa 20 kg
Ufsi 16 kg
Skötuselur 12 kg
Karfi 6 kg
Samtals 841 kg

Skoða allar landanir »