Kynna áform um eldi í Þorlákshöfn

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hefur verkefnið verið í vinnslu í ...
Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hefur verkefnið verið í vinnslu í um tvö ár. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur boðað til íbúakynningar í Þorlákshöfn í dag klukkan 17.30. Tilefnið er áform fyrirtækisins um að koma á fót allt að fimm þúsund tonna eldi á laxfiski í sveitarfélaginu. Athygli hefur vakið að fyrirhugað er að eldið fari að öllu leyti fram í landi, við sjávarsíðuna.

Stefnt er að því að fara á fundinum yfir gerð og framkvæmd verkefnisins, skipulag þess, matsáætlun, áhrif og stefnu, auk þeirra áhrifa sem verkefnið mun hafa á atvinnumöguleika íbúa.

Eldið verði sem vistvænast

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hefur verkefnið verið í vinnslu í um tvö ár og er lagt upp með að eldið verði sem vistvænast, með tilliti til notkunar náttúrulegra auðlinda og úrvinnslu á hráefni, auk meðferðar úrgangsefna.

„Við höfum það að markmiði að skila sem vandaðastri vöru til að tryggja inngöngu á verðhæstu markaði, og tryggja að verkefnið í heild styðji við atvinnulífið í Þorlákshöfn, þar sem öll vinnsla verði í heimahéraði,“ segir Ingólfur Snorrason, sem er í forsvari fyrir fyrirtækið.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,64 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 239,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,91 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 197,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,64 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 62,99 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.18 54,88 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.3.18 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Þórir SF-077 Þorskfisknet
Langa 216 kg
Ufsi 116 kg
Skötuselur 55 kg
Ýsa 45 kg
Lúða 8 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 451 kg
19.3.18 Gulltoppur Ii EA-229 Landbeitt lína
Þorskur 473 kg
Ýsa 308 kg
Steinbítur 97 kg
Samtals 878 kg
19.3.18 Finnur EA-245 Þorskfisknet
Þorskur 1.548 kg
Ýsa 91 kg
Steinbítur 3 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 1.645 kg

Skoða allar landanir »