Á leið til hafnar með tvö þúsund tonn

Börkur á loðnuveiðum.
Börkur á loðnuveiðum. Ljósmynd/Stefán Pétur Hauksson

„Við fengum þennan afla í sjö köstum á tveimur dögum. Fyrri daginn vorum við á miðjum Faxaflóa en í gær vorum við um 10 mílur út af Snæfellsnesi. Út af nesinu var ein góð torfa sem megnið af flotanum var í og var hún nánast veidd upp. Það er víða loðnu að sjá en það er eins og hún hafi lítið skilað sér inn á Faxaflóann.“

Þetta segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem er á leið til Neskaupstaðar með tvö þúsund tonn af loðnu. Búist er við að skipið komi til hafnar klukkan eitt í nótt og mun þá um leið hefjast hrognavinnsla hjá Síldarvinnslunni.

„Auðvitað er alltaf beðið eftir fréttum af vestangöngu. Undanfarin ár hefur komið góð gusa að vestan en þá hafa skipin oft verið búin með kvótann. Í loðnunni sem við erum með núna er hrognafyllingin á milli 26 og 27% og hrognaþroskinn 95-100%. Þetta ætti að henta vel í hrognavinnsluna,“ er haft eftir Hjörvari á vef Síldarvinnslunnar.

Hrognavinnsla hafin í Helguvík

Fram kemur einnig að hrognavinnsla hafi hafist í Helguvík í nótt, þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom þangað með 1.500 tonn af loðnu sem fengust í Faxaflóa og út af Snæfellsnesi. Hrognin eru unnin í samvinnu við Saltver ehf. í Reykjanesbæ en loðnan er kúttuð og hreinsuð í Helguvík og fryst í húsnæði Saltvers í Njarðvík. 

Að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar, verksmiðjustjóra í Helguvík, fer hrognavinnslan rólega af stað að venju en í morgun var allt farið að snúast þokkalega að hans sögn.

Alls eru rúmlega 4.000 tonn af loðnu komin á land í Helguvík á vertíðinni að meðtöldum þeim afla sem nú er verið að landa úr Vilhelm Þorsteinssyni. Grænlenska loðnuskipið Polar Amaroq landaði þar 900 tonnum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »