Loðnuvertíðin á síðustu metrunum

Á loðnumiðunum austan við Vestmannaeyjar í gær.
Á loðnumiðunum austan við Vestmannaeyjar í gær. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Lítið aflaðist af loðnu við Vestmannaeyjar í gærdag, en um leið hófust veiðar á Breiðafirði. Fyrir helgi voru skip Síldarvinnslunnar að fá afla á Faxaflóa, við Vestmannaeyjar og fyrir norðan land. Loðnan sem veiddist nyrðra þótti henta til frystingar fyrir Japansmarkað, en syðra var lögð áhersla á að fá hrognaloðnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni, en þar kemur fram að Beitir NK landaði 1.800 tonnum í Helguvík á laugardag og voru unnin hrogn úr hluta aflans. Skipið er nú á Breiðafirði og freistar þess að veiða 1.500 tonn, en þá hafa Síldarvinnsluskipin lokið loðnuveiðum á vertíðinni.

Bjarni Ólafsson AK er að landa 1.600 tonnum í Neskaupstað og fékkst sú loðna að mestu í Faxaflóa. Unnin eru hrogn úr aflanum. Börkur NK fékk 1.200 tonn við Eyjar á laugardag og bíður nú löndunar í Neskaupstað, en einnig er gert ráð fyrir hrognavinnslu úr afla hans.

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 1.700 tonnum í Helguvík í gær og var stór hluti aflans kreistur. Vilhelm er nú á Breiðafirði. Polar Amaroq er fyrir norðan land. Skipið fékk 500-600 tonn á Skagagrunni aðfaranótt föstudags og hefur síðan fengið 800 tonn í tveimur köstum á Skjálfanda. Loðnan fyrir norðan hentar vel til frystingar eins og fyrr greinir og var aflinn frystur um borð.

Fleiri skip voru fyrir norðan og fengu afla meðal annars út af Gjögri og inni á Eyjafirði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Segir svo að ljóst sé samkvæmt þessu að loðnuvertíðin sé á síðustu metrunum og flest skipin séu að ljúka veiðum þessa dagana.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,54 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 237,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 198,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,63 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 63,01 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.18 83,15 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.3.18 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Gugga ÍS-063 Handfæri
Þorskur 552 kg
Samtals 552 kg
19.3.18 Hafsól KÓ-011 Handfæri
Þorskur 1.038 kg
Samtals 1.038 kg
19.3.18 Fagravík GK-161 Handfæri
Þorskur 1.161 kg
Samtals 1.161 kg
19.3.18 Hafdís ÍS-062 Handfæri
Þorskur 430 kg
Samtals 430 kg
19.3.18 Sigfús B ÍS-401 Handfæri
Þorskur 292 kg
Samtals 292 kg
19.3.18 Hringur GK-018 Handfæri
Þorskur 1.676 kg
Samtals 1.676 kg

Skoða allar landanir »