Loðnan veiðist víða síðustu daga vertíðar

Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes í fyrravetur. Í gær ...
Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes í fyrravetur. Í gær var það að veiðum við Tjörnes. Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Margt er öðru vísi við loðnuvertíðina sem nú er langt komin en vertíðarnar síðustu ár. Engar tvær vertíðar virðast vera eins og loðnuskipin hafa verið að veiðum víða við landið síðustu daga, en ekki aðeins á Faxaflóa og Breiðafirði þar sem hafa verið helstu hrygningarstöðvar loðnunnar.

Skipin hafa verið við Tjörnes og í Skjálfanda, við Suðurland, á Breiðafirði og í gær köstuðu fjögur skip á loðnu út af Patreksfirði, Jón Kjartansson SU 11, Beitir NK, Vilhelm Þorsteinsson EA og Huginn VE. Þarna voru góðar lóðningar, en loðnan stóð djúpt eða á 30-40 föðmum, að sögn Grétars Rögnvarssonar, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni SU 111. Þeir voru að ljúka við að dæla um 200 tonnum af ágætri hrognaloðnu.

Sjaldan hafa loðnuskipin tekið síðustu skammta vertíðar á Skagagrunni og Skjálfanda fyrir norðan land. Það er þó raunin í tilfelli Polar Amaroq, sem fékk 500-600 tonn á Skagagrunni aðfaranótt föstudags og hafði um hádegi í gær fengið 800 tonn í tveimur köstum á Skjálfanda, skammt frá Flatey. Polar Amaroq og Hoffell voru í gær að veiðum norður af Tjörnesi. Fleiri skip voru að veiðum fyrir Norðurlandi fyrir og um helgina og fengu Ásgrímur Halldórsson, Álsey, Aðalsteinn Jónsson og Hoffell góðan afla þar.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,54 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 237,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 198,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,63 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 63,01 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.18 83,15 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.3.18 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Gugga ÍS-063 Handfæri
Þorskur 552 kg
Samtals 552 kg
19.3.18 Hafsól KÓ-011 Handfæri
Þorskur 1.038 kg
Samtals 1.038 kg
19.3.18 Fagravík GK-161 Handfæri
Þorskur 1.161 kg
Samtals 1.161 kg
19.3.18 Hafdís ÍS-062 Handfæri
Þorskur 430 kg
Samtals 430 kg
19.3.18 Sigfús B ÍS-401 Handfæri
Þorskur 292 kg
Samtals 292 kg
19.3.18 Hringur GK-018 Handfæri
Þorskur 1.676 kg
Samtals 1.676 kg

Skoða allar landanir »