Áhöfnin aldrei séð annað eins

Grjótið stóra um borð í skipinu.
Grjótið stóra um borð í skipinu. Ljósmynd/Bergsteinn Ingólfsson

Óvæntur afli fékkst um borð í Ljósafellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, þegar hún var á svokölluðu togararalli í þjónustu Hafrannsóknastofnunar. Hjálmar Sigurjónsson, skipstjóri á Ljósafellinu, segir áhöfnina aldrei hafa séð annað eins.

Um var að ræða stærsta grjót sem áhöfnin hefur orðið vitni að um borð í skipi. Segir skipstjórinn ótrúlegt að trollið hafi haldið og dregur þá ályktun að grjótið hafi komið í trollið í blálokin á drættinum.

„Ef trollið hefði dregið þetta grjót eftir botninum hefði komið gat, um það er ég alveg viss,” segir Hálmar, en fjallað er um atvikið á vef Loðnuvinnslunnar.

Reyndist grjótið það þungt að notast var við spilið til að koma því aftur í sjóinn, þar sem kraninn um borð tekur „aðeins“ rúmlega fjögur tonn.

Hjálmar hefur verið til sjós lengi og segist muna eftir að hafa fengið ýmsan óvæntan afla, eins og eitt sinn þegar veiða átti ýsu en upp með trollinu komu sjö tonn af urrara. Í annað sinn komu þá upp tíu tonn af háfi, öllum að óvörum. Tegundir sem ekki geta talist algengur togarafiskur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.18 210,42 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.18 262,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.18 235,40 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.18 239,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.18 75,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.18 39,57 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.18 165,92 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.18 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 4.495 kg
Steinbítur 293 kg
Samtals 4.788 kg
17.3.18 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Skarkoli 16 kg
Ýsa 15 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 37 kg
17.3.18 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 1.178 kg
Samtals 1.178 kg
17.3.18 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 1.491 kg
Samtals 1.491 kg
17.3.18 Hilmir SH-197 Handfæri
Þorskur 1.768 kg
Samtals 1.768 kg

Skoða allar landanir »