Fín hrognaloðna í litlum en varhugaverðum torfum

Álsey VE-2 á miðunum. Vel hefur veiðst út af Patreksfirði ...
Álsey VE-2 á miðunum. Vel hefur veiðst út af Patreksfirði síðustu daga vertíðar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Góður loðnuafli fékkst í gær og í fyrradag á Kópanesgrunni út af Patreksfirði. Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE 2, sagði upp úr hádegi í gær að vel gengi, en þá voru þeir búnir að fá tvö 800 tonna köst í góðu veðri og vantaði um 100 tonn upp á fullfermi.

„Þetta er fín hrognaloðna í litlum og þéttum en varhugaverðum torfum,“ segir Jón í Morgunblaðinu í dag. „Ef maður lokar of mikið inni getur farið illa og einhverjir bátanna lentu í að sprengja næturnar.“

Jón segir mjög erfitt að segja hvort um vestangöngu væri að ræða, en sagðist frekar hallast að því að svo væri ekki. „Þessi fiskur þokast norðaustur og ég get vel trúað að hann sé að koma sunnan að. Hann hafi gengið dreift og síðan þétt sig hérna. Hrognin eru þroskuð og í góðu standi, en í vestangöngum eru hrognin ekki alveg svona langt komin,“ segir Jón.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.18 200,65 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.18 239,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.18 234,91 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.18 197,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.18 65,64 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.18 62,81 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 18.3.18 76,42 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.18 Björn Jónsson ÞH-345 Handfæri
Þorskur 1.640 kg
Ýsa 35 kg
Samtals 1.675 kg
19.3.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 802 kg
Samtals 802 kg
19.3.18 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ufsi 598 kg
Langa 125 kg
Skötuselur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Ýsa 10 kg
Keila 7 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 786 kg
19.3.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 5.983 kg
Ýsa 1.984 kg
Steinbítur 129 kg
Langa 54 kg
Keila 19 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 8.178 kg

Skoða allar landanir »