Styðja gamla tilgátu um síldina sem hvarf

Síld í bátum í Reykjavíkurhöfn. Hrun varð í síldarstofnunum þremur …
Síld í bátum í Reykjavíkurhöfn. Hrun varð í síldarstofnunum þremur í lok sjöunda áratugarins. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur flytur í dag erindið „Fimmtíu ár frá hruni íslenska vorgotssíldarstofnsins – þróun stofnstærðar síðan þá“ á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni verður málstofan haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4. Hefst hún klukkan 12.30 og eru allir sagðir velkomnir, en henni verður jafnframt streymt á sérstakri YouTube-rás stofnunarinnar.

Þrír síldarstofnar hrundu

Í ágripi Guðmundar segir að í lok sjöunda áratugar síðustu aldar hafi orðið hrun í þeim þremur síldarstofnum, sem þá var að finna kringum Ísland, einkum vegna ofveiði.

„Íslenski sumargotsstofninn náði sér fljótlega á strik og norsk-íslenski vorgotssstofninn nokkru síðar, meðan íslenski vorgotsstofninn hefur ekki rétt úr kútnum.“

Fram kemur að íslenski sumargotsstofninn og norsk-íslenski vorgotsstofninn hafi alla jafna haft sama útbreiðslusvæði og verið aðallega veiddir samhliða á haustin, og aðgreindir út frá kynþroskastigi.

Guðmundur greinir frá því að niðurstöður aðgreiningar í gögnum úr afla og rannsóknaleiðöngrum á árunum 1962 til 2016 sýni að íslenski vorgotsstofninn sé enn til staðar. Hlutfall hans hafi verið á bilinu 13 til 33% á sjöunda áratugnum, en undir 5% öll ár síðan þá og að meðaltali aðeins 1,4% á tímabilinu 1970 til 2016.

Einstakir árgangar hafi reynst stærri en aðrir, sem leitt hafi til smávægilegrar aukningar sum árin. Aukið hlutfall íslenska vorgotsstofnsins í afla í kringum árin 2004 og 2013 hafi átti sér stað samfara endurkomu norsk-íslenska vorgotsstofnsins inn á fæðusvæðin austan (~2004) og norðan Íslands (~2013). „Niðurstöðurnar styðja gamla tilgátu um að íslenski vorgotsstofninn myndi mögulega ekki ná sér á strik fyrr en norsk-íslenski vorgotsstofninn færi að ganga inn á Íslandsmið aftur, því þeir voru taldir skyldir stofnar og samgangur á milli þeirra.“ sh@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »