Stór kolmunni og fínasta hráefni

Von er á Víkingi til hafnar á miðvikudag.
Von er á Víkingi til hafnar á miðvikudag. Ljósmynd/HB Grandi

„Við fengum um 1.100 tonn fyrsta sólarhringinn en eftir það tregaðist aflinn verulega,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en von er á skipinu til Vopnafjarðar um miðjan dag á miðvikudag með tæplega 2.500 tonna kolmunnaafla.

Um er að ræða fyrstu veiðiferð skipsins á árinu á kolmunnamiðin vestur af Írlandi, en þar er nú töluverður fjöldi íslenskra, færeyskra og rússneskra skipa að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði.

„Við fórum frá Reykjavík 11. mars og byrjuðum veiðar þann 14. mars. Þetta er löng sigling og mig minnir að það hafi verið 660 sjómílur frá Reykjavík á miðin,“ er haft eftir Alberti á vef útgerðarinnar. Að hans sögn byrjaði veiðin mjög vel en síðan hafi kolmunninn virst ganga austur inn í írsku lögsöguna.

Stefna kolmunnans frekar austlæg

„Ég ákvað því að fara norðar en þar hafði verið ágæt veiði. Hún var þó að dala. Í næstu holum fengum við 150 og 180 tonn og þegar við hættum veiðum þá hífðum við 30 tonn eftir 13 tíma hol,“ segir Albert en hann segir skipstjórnarmenn á alþjóðlega hafsvæðinu vera nokkuð sammála um að stefnan á kolmunnanum hafi meira verið austlæg frekar en að hann hafi verið á göngu norður í áttina að færeysku lögsögunni.

„Þegar við fórum af miðunum voru menn farnir að leita að kolmunna sunnar og vonandi ber sú leit árangur,“ segir Albert og bætir við að kolmunninn sem fékkst í túrnum sé stór og fínasta hráefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »