Enn drepast fiskar í stórum stíl

Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni.
Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arnarlax brást rétt við tjóni á sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir 11. febrúar, með því að setja af stað verkferla til að koma í veg slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðenda búnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Segir í henni að ekki sé talið að hægt hefði verið að koma í veg fyrir tjónið og voru viðbrögð við hæfi miðað við aðstæður.

Sýkingar verri við lágan sjávarhita

„Krufning á dauðum fiskum sem fluttir höfðu verið úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði leiddi í ljós einkenni sem benda til blóðeitrunar af völdum sárasýkinga. Við flutninginn úr laskaðri sjókví í aðrar kvíar skaddast fiskurinn á roði, sporði og uggum og verður berskjaldaður fyrir sýklum á roði og í umhverfi hans. Við lágan sjávarhita verða slíkar sýkingar verri,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

„Afföll fiska í umræddri kví í Tálknafirði voru í upphafi 53.110 fiskar af 194.259. Enn eru fiskar að drepast í stórum stíl úr þeim hópi vegna atviksins og verður umfang ekki ljóst fyrr en eftir nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir talsverðum afföllum á þeim tíma.“

Fiskeldiskvíar á Vestfjörðum. Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða …
Fiskeldiskvíar á Vestfjörðum. Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða dauðum fiski á hefðbundinn hátt er sögð hafa verið nægjanleg vegna atvikanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áætlun í samræmi við reglugerð

Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða dauðum fiski á hefðbundin hátt er sögð hafa verið nægjanleg vegna atvikanna. 

„Settar hafa verið gúmmíhlífar á króka á handriðum sjókvía til að fyrirbyggja að þeir geti rifið nótarpoka sem lyft hefur verið upp á þá fyrir slátrun, eins og gerðist í Arnarfirði. Verklagsreglur fyrirtækisins hafa verið uppfærðar m.t.t. þess.“

Þá er bent á að viðbragðsáætlun Arnarlax sé í samræmi við reglugerð um fiskeldi, en fyrirtækið hafi ekki skrifleg veðurfarsleg viðmið um hvenær heimilt sé að koma með bát að eldiskví. Krefst Matvælastofnun úrbóta á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »