Stofnunin dregur álit sitt til baka

Eldi í Ísafjarðardjúpi. Mynd úr safni.
Eldi í Ísafjarðardjúpi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skipulagsstofnun hefur dregið til baka álit sem stofnunin gaf út í gær. Í álitinu lagðist stofnunin gegn fyrirhuguðu 6.800 tonna laxeldi fyrirtækisins Háafells í Ísafjarðardjúpi.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfestir í svari við fyrirspurn mbl.is að álitið hafi verið kynnt Háafelli og umsagnaraðilum í gær en dregið til baka að ósk Háafells.

Segir hún að stofnuninni hafi ekki verið kunnugt um að Háafell legði áherslu á að fá tækifæri til að leggja fram frekari upplýsingar áður en gengið yrði frá áliti stofnunarinnar.

„Var því orðið við ósk hans og álitið dregið til baka,“ segir Ásdís.

Áhætta á erfðablöndun og laxalús

Fyrst var greint frá því að álitið hefði verið dregið til baka á fréttavef Bæjarins besta, bb.is.

Segir þar að í álitinu hafi komið fram að stofnunin legðist gegn eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Teldi hún að áhrif laxeldis Háafells á villta laxastofna í Ísafjarðardjúpi yrðu líkleg til að vera verulega neikvæð. Tók hún undir með Hafrannsóknastofnun um að ekki ætti að leyfa eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi miðað við fyrirliggjandi áhættumat.

Þá hafi þess verið getið að Skipulagsstofnun teldi að matsskýrsla Háafells uppfyllti skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt.

Einnig teldi stofnunin að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs laxeldis Háafells við Ísafjarðardjúp felist í áhrifum á villta laxastofna vegna áhættu á erfðablöndun, aukinni hættu á að fisksjúkdómar og laxalús berist í villta laxfiska, áhrifum á botndýralíf og eðlisþætti sjávar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »