Þrír vopnaðir verðir um borð

Vel þegin kæling. Stefán Birgisson, 2. stýrimaður, og Magnús Ríkarðsson ...
Vel þegin kæling. Stefán Birgisson, 2. stýrimaður, og Magnús Ríkarðsson skipstjóri kæla sig í potti á dekkinu, en hitinn hefur farið í 37 gráður. Þeir félagarnir voru áður með Drangavíkina frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Finnur Kristjánsson

„Þetta hefur allt gengið mjög vel nema hvað hitinn hefur verið að angra okkur,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, um hádegi í gær.

Páll Pálsson ÍS, nýr togari Hraðfrystihússins Gunnvarar á Hnífsdal, og Breki, nýsmíði Vinnslustöðvarinnar i Vestmannaeyjum, áttu þá um tólf tíma eftir í höfn í Kólombó á Srí Lanka eftir 15 daga siglingu frá skipasmíðastöð í Kína. Í Kólombó á að taka olíu og vistir, en einnig fara þrír vopnaðir öryggisverðir um borð í hvort skip.

Sjórán hafa verið tíð fyrir ströndum Sómalíu þó svo að dregið hafi úr þeim síðustu ár. Frá 2005 til 2012 voru gerðar linnulitlar árásir á skip undan hinum fjölförnu ströndum Sómalíu og var lausnargjalda krafist fyrir áhafnir og skip. Í fyrra var tilkynnt um níu sjórán á svæðinu samkvæmt alþjóðlegri skráningu, en samkvæmt upplýsingum Magnúsar á Breka voru sjórán og tilraunir til þeirra um 60 talsins á síðasta ári, en í mörgum tilvikum var nóg að stugga við ræningjunum.

Sjá viðtal við Magnús í heild í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.18 231,60 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.18 296,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.18 343,11 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.18 335,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.18 51,27 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.18 80,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.18 155,13 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.18 281,87 kr/kg
Blálanga, slægð 24.5.18 345,83 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.18 Sandfell SU-075 Lína
Hlýri 332 kg
Þorskur 232 kg
Keila 172 kg
Karfi / Gullkarfi 147 kg
Ufsi 48 kg
Steinbítur 14 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 958 kg
25.5.18 Björt SH-202 Grásleppunet
Grásleppa 1.734 kg
Samtals 1.734 kg
25.5.18 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 13.715 kg
Samtals 13.715 kg
25.5.18 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 884 kg
Þorskur 169 kg
Keila 10 kg
Ufsi 3 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.068 kg

Skoða allar landanir »