„Þetta var bara Guð og lukkan“

Nero hét báturinn sem sökk.
Nero hét báturinn sem sökk. Ljósmynd/Aðsend

Mannbjörg varð undan ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs nú undir kvöld. Engu mátti muna að Íslendingur á bát drukknaði en hann flaut í björgunarhring í gallabuxum þegar honum var bjargað úr sjónum.

Sigurður Hjaltested var við veiðar á bátnum Nero og hringdi í félaga sinn, Kjartan Jóhannsson, þegar hann tók eftir því að báturinn var farinn að taka inn á sig vatn en þá var Sigurður um 3,5 kílómetra frá landi. Kjartan hringdi beint eftir aðstoð björgunarskips á svæðinu en það var komið á vettvang 20 mínútum síðar.

„Báturinn sökk fimm mínútum eftir að Sigurður hringdi í mig en það var annar fiskibátur á svæðinu sem veiddi hann upp úr sjónum. Hann flaut bara um þarna í björgunarhringnum í gallabuxum,“ segir Kjartan í samtali við mbl.is.

Kjartan segir að allt hafi gerst mjög hratt þarna en Sigurður náði ekki að losa björgunarbát á Nero eða fara í flotgalla. „Þetta var bara Guð og lukkan,“ segir Kjartan og bætir við að það hefði ekki mátt tæpara standa:

Þetta var eins tæpt og hugsast getur. Það er svakalegur straumur þarna svo þetta er alls ekki góður staður til að lenda í einhverju svona. Hann var heppinn í dag, þó að það sé föstudaginn 13.“

Kjartan segir að Sigurður hafi slegið á létta strengi við komuna í land þrátt fyrir sjávarháskann. „Það fyrsta sem hann sagði var að hann ætlaði aldrei aftur í sjó á föstudaginn 13.!“ 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.7.18 213,83 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.18 271,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.7.18 262,45 kr/kg
Ýsa, slægð 18.7.18 189,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.7.18 44,44 kr/kg
Ufsi, slægður 18.7.18 75,31 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 18.7.18 132,94 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.7.18 325,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.7.18 Kvikur EA-020 Handfæri
Þorskur 843 kg
Samtals 843 kg
18.7.18 Sæbjörg EA-184 Dragnót
Skarkoli 1.327 kg
Þorskur 116 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 1.518 kg
18.7.18 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg
18.7.18 María EA-077 Handfæri
Þorskur 746 kg
Samtals 746 kg
18.7.18 Jónína EA-185 Línutrekt
Ýsa 1.450 kg
Þorskur 1.083 kg
Þorskur 135 kg
Steinbítur 56 kg
Samtals 2.724 kg

Skoða allar landanir »