„Hélt að við færum niður“

Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Hafliða er búinn að taka við Manna af ...
Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Hafliða er búinn að taka við Manna af Þorleifi frá Grímsey. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Báturinn Manni ÞH-88 er kominn í höfn eftir að hafa tekið niðri við Rauðanes í morgun. „Ég hélt fyrst að báturinn væri að fara niður og við vorum komnir í gallana," sagði Sæmundur Einarsson, útgerðarmaður og eigandi Manna í samtali við mbl.is.

„Við vorum að draga gráslepputrossur við Rauðanes og þarna eru strýtur og grynningar sem ég taldi mig vera kominn fyrir en svona fór þetta nú," sagði Sæmundur sem telur það eitt skipta máli að mannskapinn sakaði ekki en blíðuveður var á þessum slóðum.

Báturinn Þorleifur frá Grímsey var á netaralli á svipuðum slóðum og var kominn til Manna í kringum hálftíma eftir að hann tilkynnti óhappið, að sögn Sæmundar. 

Þorleifur dró Manna til hafnar en björgunarbátur Hafliða á Þórshöfn tók við rétt við höfnina og dró Manna að bryggju. Eftir er að kanna skemmdir á bátnum til hlítar en ljóst er að öxull, hæll og stýri eru ónýt, sagði Sæmundur, sem á tæpa viku eftir af grásleppuvertíðinni en hann byrjaði 20. mars.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.18 135,65 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.18 320,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.18 400,00 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.18 323,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.18 0,00 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.18 78,07 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.18 91,35 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.18 Sæfari HU-212 Grásleppunet
Grásleppa 408 kg
Þorskur 380 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 792 kg
18.4.18 Björn EA-220 Grásleppunet
Grásleppa 993 kg
Samtals 993 kg
18.4.18 Ver AK-038 Grásleppunet
Grásleppa 867 kg
Þorskur 182 kg
Samtals 1.049 kg
18.4.18 Leifi AK-002 Grásleppunet
Grásleppa 605 kg
Þorskur 9 kg
Samtals 614 kg
18.4.18 Sæúlfur NS-038 Grásleppunet
Grásleppa 1.203 kg
Þorskur 165 kg
Samtals 1.368 kg

Skoða allar landanir »