Hafna kröfu um frestun 500 tonna eldis

500 tonna seiðaeldi er fyrirhugað í Þorlákshöfn.
500 tonna seiðaeldi er fyrirhugað í Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. nóvember 2017, um útgáfu rekstrarleyfis fyrir 500 tonna seiðaeldi Laxa fiskeldis ehf. í Þorlákshöfn.

Málsatvik eru þau að Matvælastofnun hafði gefið út rekstrarleyfi 13. nóvember til Laxa fiskeldis ehf., fyrir 500 tonna seiðaeldi með kynbættum norskum laxi af svonefndum SAGA-stofni.

Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, kærðu þessa ákvörðun Matvælastofnunar. Gerðu kærendurnir þá kröfu að ákvörðunin yrði ógilt og jafnframt var þess krafist að réttaráhrifum hennar yrði frestað eða þá framkvæmdir stöðvaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva, en henni fylgir úrskurður nefndarinnar. Segir þar að kærendur hafi talið hættu á lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun, slyppi eldisfiskur úr stöðinni.

Frestun réttaráhrifa hefði mikið tjón í för með sér

„Fyrir liggur matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2. ágúst 2016 og hefur hún ekki verið kærð. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að helstu neikvæðu áhrif eldisins yrði losun næringarefna út í sjó, en að ekki væru líkur á að næringarefni söfnuðust upp að neinu ráði vegna staðhátta,“ segir í úrskurðinum.

„Væri eldið ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Verður með hliðsjón af framangreindu að telja litlar líkur á að þau áhrif komi fram á umhverfið á meðan á meðferð málsins stendur að kæruheimild verði þýðingarlaus, en að sama skapi er ljóst að frestun réttaráhrifa hinnar kærðu ákvörðunar myndi hafa í för með sér mikið tjón fyrir leyfishafa.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.9.18 316,75 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.18 290,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.18 271,77 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.18 244,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.18 75,69 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.18 133,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 25.9.18 160,99 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.18 169,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ufsi 361 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 22 kg
Steinbítur 15 kg
Lúða 6 kg
Samtals 404 kg
25.9.18 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 4.291 kg
Karfi / Gullkarfi 369 kg
Ufsi 163 kg
Ýsa 84 kg
Samtals 4.907 kg
25.9.18 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 663 kg
Karfi / Gullkarfi 60 kg
Samtals 723 kg
25.9.18 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.773 kg
Þorskur 125 kg
Samtals 1.898 kg

Skoða allar landanir »