„Það er búin að vera fínasta veiði“

Ljósmynd/HB Grandi

Venus NS er á leið í land með rúmlega 2.600 tonna kolmunnaafla og er skipið væntanlegt til hafnar á Vopnafirði síðdegis á morgun. Skörp kolmunnaveiði er í færeysku lögsögunni að sögn Róberts Axelssonar skipstjóra. Rætt er við hann á vef HB Granda.

„Það er búin að vera fínasta veiði. Við vorum innan við fjóra sólarhringa á miðunum og holin eru yfirleitt frá átta tímum og upp í 12-14 tíma. Við höfum verið að fá 400 til 550 tonn af kolmunna í holi og alls tókum við sex hol í þessum túr,“ er haft eftir Róbert.

Kolmunninn virðist vera á norðurleið en Róbert segir að á meðan veiðin sé jafnskörp og raun beri vitni séu menn lítið að leita að nýjum veiðisvæðum. Líkt og í fyrra gangi kolmunninn hins vegar mjög vestarlega núna.

Kolmunninn er af fínni stærð að sögn Róberts líkt og í fyrsta túr skipsins eftir páskahátíðina. Þá hafi aflinn einnig verið um 2.600 tonn en landað var á Vopnafirði í byrjun síðustu viku.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 300,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 213,79 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,76 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 296,76 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.18 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 347 kg
Steinbítur 52 kg
Lýsa 15 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 427 kg
20.10.18 Tryggvi Eðvarðs SH-002 Landbeitt lína
Þorskur 3.951 kg
Ýsa 3.262 kg
Samtals 7.213 kg
20.10.18 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 71 kg
Ýsa 52 kg
Langa 31 kg
Keila 7 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 163 kg

Skoða allar landanir »