„Það er búin að vera fínasta veiði“

Ljósmynd/HB Grandi

Venus NS er á leið í land með rúmlega 2.600 tonna kolmunnaafla og er skipið væntanlegt til hafnar á Vopnafirði síðdegis á morgun. Skörp kolmunnaveiði er í færeysku lögsögunni að sögn Róberts Axelssonar skipstjóra. Rætt er við hann á vef HB Granda.

„Það er búin að vera fínasta veiði. Við vorum innan við fjóra sólarhringa á miðunum og holin eru yfirleitt frá átta tímum og upp í 12-14 tíma. Við höfum verið að fá 400 til 550 tonn af kolmunna í holi og alls tókum við sex hol í þessum túr,“ er haft eftir Róbert.

Kolmunninn virðist vera á norðurleið en Róbert segir að á meðan veiðin sé jafnskörp og raun beri vitni séu menn lítið að leita að nýjum veiðisvæðum. Líkt og í fyrra gangi kolmunninn hins vegar mjög vestarlega núna.

Kolmunninn er af fínni stærð að sögn Róberts líkt og í fyrsta túr skipsins eftir páskahátíðina. Þá hafi aflinn einnig verið um 2.600 tonn en landað var á Vopnafirði í byrjun síðustu viku.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.19 270,19 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.19 349,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.19 272,58 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.19 258,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.19 85,53 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.19 125,30 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.19 253,12 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.19 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.19 Fönix BA-123 Línutrekt
Þorskur 113 kg
Steinbítur 99 kg
Karfi / Gullkarfi 79 kg
Langa 48 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 368 kg
22.1.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Steinbítur 477 kg
Langa 180 kg
Þorskur 53 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 742 kg
22.1.19 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Djúpkarfi 31.886 kg
Karfi / Gullkarfi 2.607 kg
Samtals 34.493 kg

Skoða allar landanir »