Minni umferð en meiri mengun

Skemmtiferðaskip við bryggju í Sundahöfn. Skemmtiferða- og gámaskip ber ábyrgð ...
Skemmtiferðaskip við bryggju í Sundahöfn. Skemmtiferða- og gámaskip ber ábyrgð á umtalsverð meiri útblæstri en skip í öðrum flokkum. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áránna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Ástæða þessa að því er fram kemur í skýrslu sem Faxaflóahafnir létu vinna er að umferð skemmtiferða og gámaskipa, sem eru stærsti mengunarvaldurinn, jókst á tímabilinu.

Skýrslan var unnin af sænsku umhverfisrannsóknarstofnuninni og þar kemur fram að Reykjavíkurhöfn hafi verið eina höfn Faxaflóahafna þar sem útblástur skipa jókst ekki á tímabilinu.

Líkt og árið áður komu flest gáma- og skemmtiferðaskip í Sundahöfn, en þau skip sem þar leggja að bryggju bera ábyrgð á meira en helmingi þeirra útblástursmengunar sem mælist frá skipum á svæðum Faxaflóahafna. Engu að síður segja skýrsluhöfundar að það hafi tekist að draga úr útblæstri í Sundahöfn með því að tengja skip við rafmagn er þau liggja við bryggju. Jákvæðustu áhrif slíkra aðgerða eru þó eftir sem áður mælanleg í Reykjavíkurhöfn.

90% af útblæstri brennisteinstvíoxíðs

Útblástur koltvísýrings frá skipum jókst um 14% frá 2016, útblástur annarra gastegunda jókst á bilinu 9-20%, utan nituroxíðs (NOX) sem jókst um 32%. Er ástæða þessa að mati skýrsluhöfunda sú að færri þeirra skipa sem komu í höfnina 2017 notuðu útbúnað til að draga úr útblæstri nituroxíðs en árið á undan.

Í skýrslunni kemur fram að skemmtiferða og gámaskip bera ábyrgð á umtalsverð meiri útblæstri en skip í öðrum flokkum. Eru þau sögð bera ábyrgð á um 70% af heildar eldsneytisbruna og um 90% af útblæstri brennisteinstvíoxíðs. Þegar flokkur gáma- og skemmtiferðaskipa er skoðaður eru gámaskipin sögð bera ábyrgð á meiri hluta útblástursins óháð tegund útblásturs.

Er útblástur frá fiskiskipum sagður vera sambærilegur við útblástur frá skemmtiferðaskipum. Meiri útblástur kolvetna er þó frá skemmtiferðaskipunum og eins er útblástur brennisteinstvíoxíðs og agna mun lægri frá fiskiskipunum en skemmtiferðaskipunum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.18 281,98 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.18 297,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.18 233,71 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.18 167,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.18 70,79 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.18 101,07 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 16.8.18 124,25 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.18 230,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.18 Aggi SI-008 Handfæri
Þorskur 282 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 303 kg
16.8.18 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 743 kg
Samtals 743 kg
16.8.18 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg
16.8.18 Kvikur EA-020 Handfæri
Þorskur 690 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 718 kg
16.8.18 Karen EA-025 Handfæri
Þorskur 349 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »