Fengsæll fiskimaður í 70 ár

Á Winnipegvatni. Robert T. Kristjanson hlustar eftir því hvar skriðillinn ...
Á Winnipegvatni. Robert T. Kristjanson hlustar eftir því hvar skriðillinn er undir ísnum, þar verður næst borað og netið dregið upp. Kristinn Ingvarsson

Robert T. Kristjanson, fiskimaður á Gimli, hefur stigið ölduna í 70 ár. Um helgina var greint frá því að 12. júlí næstkomandi fær hann æðstu viðurkenningu sem veitt er í Manitoba, Manitobaorðuna (the Order of Manitoba), fyrir ævistarfið á Winnipegvatni og fyrir að hafa staðið vörð um mikilvægi fiskveiða sem helsti talsmaður fiskimanna á svæðinu í áratugi.

„Hann á þetta skilið,“ segir lífsförunauturinn Sigurrós, sem hefur staðið við hlið eiginmannsins í stríðu sem blíðu. Enginn, sem til þekkir, efast um orð hennar og viðurkenningar honum til handa eru til vitnis um það.

Á 79 ára afmæli hans, 2012, var hann til dæmis sæmdur afmælisorðu Elísabetar II. Englandsdrottningar (The Queen's Diamond Jubilee Medal) og ári síðar, á 80 ára afmælinu 7. desember, heiðraði fylkisstjórn Manitoba hann fyrir mengunarvarnir í Winnipegvatni og baráttu fyrir sjálfbærum veiðum.

Sjá umfjöllun um viðurkenningu þessa í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.18 252,05 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.18 298,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.18 314,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.18 269,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.18 81,43 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.18 107,84 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 23.5.18 211,94 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.18 281,87 kr/kg
Blálanga, slægð 23.5.18 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.18 Eyja ÍS-318 Handfæri
Þorskur 757 kg
Samtals 757 kg
24.5.18 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Ýsa 950 kg
Þorskur 134 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 1.110 kg
24.5.18 Hrönn ÍS-094 Handfæri
Þorskur 731 kg
Samtals 731 kg
24.5.18 Beta SU-161 Handfæri
Þorskur 792 kg
Ufsi 58 kg
Samtals 850 kg
24.5.18 Hulda EA-628 Þorskfisknet
Þorskur 194 kg
Samtals 194 kg

Skoða allar landanir »