Fiskaflinn 30% meiri en í apríl í fyrra

Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni.
Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni.

Fiskafli íslenskra skipa í apríl var 146.742 tonn í apríl síðastliðnum, eða 30% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Botnfiskafli var rúm 49 þúsund tonn sem er 23% aukning frá fyrra ári, en þar af nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að af uppsjávartegundum hafi nær eingöngu veiðst kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn sem er 33% meira en í apríl 2017. Skel- og krabbadýraafli nam þá 1.607 tonnum samanborið við 824 tonn í apríl 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018 var rúmlega 1.265 þúsund tonn, sem er 17% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.5.18 245,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.5.18 292,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.5.18 307,67 kr/kg
Ýsa, slægð 24.5.18 190,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.5.18 69,09 kr/kg
Ufsi, slægður 24.5.18 100,60 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 24.5.18 170,65 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.18 281,87 kr/kg
Blálanga, slægð 24.5.18 345,83 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.18 Víxill Ii SH-158 Grásleppunet
Grásleppa 1.781 kg
Samtals 1.781 kg
24.5.18 Hafsvala BA-252 Grásleppunet
Grásleppa 1.375 kg
Samtals 1.375 kg
24.5.18 Sunna Rós SH-123 Grásleppunet
Grásleppa 2.271 kg
Samtals 2.271 kg
24.5.18 Fjóla SH-007 Grásleppunet
Grásleppa 2.687 kg
Samtals 2.687 kg
24.5.18 Dóra ST-225 Handfæri
Þorskur 2.164 kg
Samtals 2.164 kg
24.5.18 Bragi Magg HU-070 Handfæri
Þorskur 2.275 kg
Ufsi 134 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 2.417 kg

Skoða allar landanir »