Fiskaflinn 30% meiri en í apríl í fyrra

Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni.
Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni.

Fiskafli íslenskra skipa í apríl var 146.742 tonn í apríl síðastliðnum, eða 30% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Botnfiskafli var rúm 49 þúsund tonn sem er 23% aukning frá fyrra ári, en þar af nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að af uppsjávartegundum hafi nær eingöngu veiðst kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn sem er 33% meira en í apríl 2017. Skel- og krabbadýraafli nam þá 1.607 tonnum samanborið við 824 tonn í apríl 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018 var rúmlega 1.265 þúsund tonn, sem er 17% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 300,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 213,79 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,76 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 296,76 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.18 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 347 kg
Steinbítur 52 kg
Lýsa 15 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 427 kg
20.10.18 Tryggvi Eðvarðs SH-002 Landbeitt lína
Þorskur 3.951 kg
Ýsa 3.262 kg
Samtals 7.213 kg
20.10.18 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 71 kg
Ýsa 52 kg
Langa 31 kg
Keila 7 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 163 kg

Skoða allar landanir »