Verður ekki gaman á miðunum um helgina

Áhöfnin að störfum um borð í Víkingi AK.
Áhöfnin að störfum um borð í Víkingi AK. mbl.is/Börkur Kjartansson

„Veiðin hefur heldur dalað frá því um daginn. Kolmunninn er dreifður og það þarf að toga lengi til að fá þokkaleg hol. Við erum með um 2.200 tonna afla og samkvæmt áætlun verðum við á Vopnafirði snemma í fyrramálið.“

Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en skipið fór af kolmunnamiðunum í gærkvöldi og var stefnan þá sett á Vopnafjörð. Albert segir að megnið af skipunum sé nú að veiðum í hinu svokallaða ræsi suðvestur af Færeyjum.

„Það kemur á óvart hve gríðarmiklir straumar eru á þessum slóðum. Það stafar væntanlega af þeim miklu djúpköntum sem þarna eru. Stundum þurfti skipið ekki að vera á ferð til að trollið héldist opið og ef togað var þvert á strauminn var hætta á að það legðist saman. Við byrjuðum veiðarnar í brælu en svo fór veðrið skánandi og var ágætt lengst af. Mér sýnist hins vegar að það verði ekki gaman að vera þarna um helgina vegna krapprar lægðar sem er á leiðinni,“ segir Albert.

Fram kemur á vef HB Granda að veiðin hafi aðallega farið fram á um 140 til 220 faðma dýpi. Kolmunninn grynnkaði heldur á sér á kvöldin og á nóttunni og var þá dreifðari en á daginn.

„Eins og staðan er núna þá vorum við að toga í 20 tíma og algengur afli eftir þann tíma var 300 til 350 tonn. Kolmunninn er frekar dreifður en ef það fundust blettir þar sem kolmunninn stóð þéttar þá voru önnur skip fljót á svæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »