Hagræðing í rekstri hafna verði skoðuð

Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. Gísli segir að …
Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. Gísli segir að þó svo að framlegð hafnanna hafi lagast árið 2016 þá vegi Faxaflóahafnir og Fjarðabyggðarhafnir svo þungt að það gefi ekki rétta mynd af heildinni. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Mikilvægt er að mótuð verði heildstæð stefna í hafnamálum þar sem tekið er tillit til samfélagsins og þarfa viðkomandi hafnar, segir m.a. í nýlegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn á Alþingi frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni VG, um stöðu hafnarsjóða og stefnumörkun í hafnamálum. Staðan sé mjög mismunandi, en bág staða sumra hafnarsjóða áhyggjuefni.

Í svari ráðherra segir að horfa þurfi til þess hvort mikilvægt sé að fækka hafnarsjóðum með sameiningu og aukinni samvinnu, en hafnarsjóðir nái þannig að hagræða og samnýta hafnarmannvirkin betur með t.d. sérhæfingu. Gísli Gíslason er formaður stjórnar Hafnasambands Íslands og segist hann lengi hafa verið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að hafnirnar styrki stöðu sína með því að auka samstarf og jafnvel með sameiningu.

Vegtengingar til hafnanna

„Ríkið þarf að koma meira til móts við hafnirnar og taka meira tillit til flutninga á landi þegar horft er á uppbyggingu í hafnamálum, meðal annars með vegtengingum til hafnanna. Sú stefnumótun þarf að vera hluti af samgönguáætlun og við vonum að þess sjái stað í samgönguáætlun í haust,“ segir Gísli. Hann segir að fækka þurfi hafnarsjóðum og hafnirnar þurfi að vinna ákveðna heimavinnu í stefnumótun til lengri tíma. Það gefi augaleið að litlir hafnarsjóðir með stór og illa nýtt mannvirki krefjist skoðunar á heimaslóð.

Í svari ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar er vitnað í skýrslur Hafnasambandsins um afkomu hafnanna, en síðasta skýrslan náði yfir rekstur ársins 2016. Í svarinu kemur fram að heildarframlegð og rekstrarniðurstaða hafi batnað frá 2014 til 2016, en staða hafna sé mjög mismunandi. Minni hafnir eigi erfitt með að halda við bryggjum og brimvarnargörðum og þær reiði sig á framlag frá ríkissjóði.

Ekki hafi tekist alls staðar að halda í við endurbyggingu hafnarmannvirkja sem skyldi, m.a. þar sem fjárframlög ríkisins til Hafnabótasjóðs hafi verið af skornum skammti árin 2014 og 2015, og reyndar alveg frá árinu 2009. Gera megi ráð fyrir að útgjöld vegna endurbyggingar hafnarmannvirkja hækki á komandi árum.

Gísli segir að þó svo að framlegð hafnanna hafi lagast árið 2016 þá vegi Faxaflóahafnir og Fjarðabyggðarhafnir svo þungt að það gefi ekki rétta mynd af heildinni.

Fjallað er um málið nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »