Þúsund tonna múrinn rofinn

Strandveiðibátar á sjó við Snæfellsnes.
Strandveiðibátar á sjó við Snæfellsnes. mbl.is/Alfons Finnsson

Níu dagar eru nú liðnir af strandveiðitímabilinu og hefur alls 1.003 tonnum verið landað, eða fimmtungi minna en á sama tíma á síðasta ári. Töluvert færri bátar en þá eru að veiðum nú, en 352 bátar hafa landað afla saman borið við 435 báta í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Segir þar að fækkun báta og minni afli sé sláandi á svæði B, eða frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, en aflinn þar er innan við 40% af þeim afla sem kominn var á land í fyrra á sama tíma.

Á svæði D sé hins vegar betri þátttaka í veiðunum; 90 bátar byrjaðir á móti 85 í fyrra.

Bent er á að fimm bátar séu komnir með yfir sjö tonn af afla og hafa fjórir þeirra náð að róa alla níu dagana og eiga því þrjá daga eftir í þessum mánuði. Það eru Sól BA-14 með 7.176 tonn, Græðir BA-29 með 7.144 tonn, Natalia NS-90 með 7.113 tonn, Jónas SH-159 með 7.111 tonn og loks Kolga BA-70 með 7.031 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.18 310,54 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.18 350,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.18 270,20 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.18 283,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.18 127,14 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.18 140,33 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 13.11.18 298,11 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.11.18 222,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 446 kg
Ýsa 97 kg
Samtals 543 kg
14.11.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 1.974 kg
Samtals 1.974 kg
14.11.18 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 508 kg
Ýsa 437 kg
Keila 69 kg
Langa 49 kg
Ufsi 31 kg
Steinbítur 14 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.111 kg
14.11.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 11.543 kg
Ýsa 178 kg
Hlýri 44 kg
Keila 38 kg
Ufsi 18 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 11.837 kg

Skoða allar landanir »