Þúsund tonna múrinn rofinn

Strandveiðibátar á sjó við Snæfellsnes.
Strandveiðibátar á sjó við Snæfellsnes. mbl.is/Alfons Finnsson

Níu dagar eru nú liðnir af strandveiðitímabilinu og hefur alls 1.003 tonnum verið landað, eða fimmtungi minna en á sama tíma á síðasta ári. Töluvert færri bátar en þá eru að veiðum nú, en 352 bátar hafa landað afla saman borið við 435 báta í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Segir þar að fækkun báta og minni afli sé sláandi á svæði B, eða frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, en aflinn þar er innan við 40% af þeim afla sem kominn var á land í fyrra á sama tíma.

Á svæði D sé hins vegar betri þátttaka í veiðunum; 90 bátar byrjaðir á móti 85 í fyrra.

Bent er á að fimm bátar séu komnir með yfir sjö tonn af afla og hafa fjórir þeirra náð að róa alla níu dagana og eiga því þrjá daga eftir í þessum mánuði. Það eru Sól BA-14 með 7.176 tonn, Græðir BA-29 með 7.144 tonn, Natalia NS-90 með 7.113 tonn, Jónas SH-159 með 7.111 tonn og loks Kolga BA-70 með 7.031 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.19 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Ufsi 26.083 kg
Þorskur 6.359 kg
Karfi / Gullkarfi 883 kg
Samtals 33.325 kg
22.4.19 Kristrún RE-177 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 121.752 kg
Samtals 121.752 kg
22.4.19 Hólmar SH-355 Handfæri
Þorskur 2.103 kg
Samtals 2.103 kg
22.4.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Steinbítur 760 kg
Þorskur 408 kg
Ýsa 92 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 27 kg
Grásleppa 6 kg
Lúða 3 kg
Samtals 1.296 kg

Skoða allar landanir »