Ekki sjálfgefið að landa sífellt fullfermi

Í karfatúr með Engey síðasta haust. Fiskurinn streymir úr móttökunni …
Í karfatúr með Engey síðasta haust. Fiskurinn streymir úr móttökunni yfir í vinnsluna þar sem hann er meðal annars flokkaður og kældur áður en hann fer niður í lestar skipsins. Ljósmynd/Kristján Maack

Afli togara við landið hefur víðast verið góður síðustu vikur. Búnaður í tveimur nýjum togurum HB Granda hefur sannað gildi sitt og þriðja systirin fer á veiðar á næstunni.

„Jú, þetta hefur gengið ágætlega undanfarið, en það hefur haldið aftur af mönnum hversu margar vikur eru bara með fjóra vinnudaga í landi vegna hátíðisdaga. Það þarf samt að hafa fyrir þessu segja strákranir í brúnni og auðvitað er það ekki sjálfgefið að koma trekk í trekk með fullfermi að landi á nokkurra daga fresti,“ segir Birkir Hrannar Hjálmarsson, útgerðarstjóri ísfiskskipa hjá HB Granda.

Grandatogararnir Engey og Akurey hafa fiskað vel eins og sjá má á lista á aflafrettir.is og segir Birkir að þau hafi undanfarið komið að landi með blandaðan afla; karfa, þorsk og ufsa. Fullfermi er um 600 kör eða um 180 tonn af slægðum fiski. Skipin komu ný til landsins á síðasta ári frá Tyrklandi og fór Engey til veiða í lok júlí í fyrrasumar, en Akurey í lok janúar á þessu ári.

Þriðja systirin af þessum þremur nýju Grandaskipum er Viðey, sem Birkir vonast til að fari að minnsta kosti í prufutúr fyrir sjómannadag, sem er helgina 2.-3. júní. Síðustu mánuði hefur verið unnið að niðursetningu á vinnslubúnaði á millidekki í Viðey og sjálfvirku, mannlausu lestarkerfi hjá Skaganum 3X á Akranesi.

Að störfum um borð í Engey, togara HB Granda.
Að störfum um borð í Engey, togara HB Granda. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Áður þurftu menn að moka 50-70 tonnum af ís

Í skipum HB Granda er búnaður til ofurkælingar afla (sub-chilling), en einnig tæki til að framleiða ís. Um borð í Engey og Akurey hefur kælibúnaður íss og krapa ekki verið notaður og mörg erfið handtök sparast með því og sjálfvirkni í lest, en á þennan hátt eru mörg erfiðustu handtökin liðin tíð.

„Þetta er léttara fyrir sjómennina heldur en áður var og þá var ekki óalgengt að menn væru að moka 50-70 tonnum af ís í hverjum túr, það voru nokkur handtökin,“ segir Birkir. Hann segir að ákveðið hafi verið að gera ráð fyrir bæði ofurkælingu og kælingu með ís. Báðir möguleikarnir eru enn fyrir hendi enda getur sú staða hæglega komið upp ef landað er annars staðar en við kæligeymslur í heimahöfninni Reykjavík að ísa þurfi fiskinn við löndun.

Hann segir að það hafi tekið nokkurn tíma að gera Engey klára til veiða og lengri tíma en gert var ráð fyrir. Það hafi reynt á hugvit, þor og þolinmæði en hafi gengið upp með góðri samvinnu og góðu fólki. Akurey hafi hins vegar nánast verið tilbúin til veiða undir álagi strax eftir einn prufutúr.

„Staðan er þannig núna að lestarkerfið virkar, kælingin virkar og hráefnið stenst okkar væntingar. Barnasjúkdómar í upphafi eru nánast að baki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »